Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. júlí 2019 06:00 Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil. Fréttablaðið/ERNIR Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur kært blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011. Notkun Gunnars á stefnumótaappinu Tinder hefur verið grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV um Gunnar í júlímánuði en í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs Sverrissonar og framsetningu fréttar hans frá 19. júlí síðastliðnum. Meðal þess sem Afstaða gerir athugasemdir við er að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari Rúnari fyrir utan áfangaheimilið Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr ‚launsátri‘ eins og segir í kærunni; birting heimilisfangs nánustu fjölskyldu Gunnars þangað sem Gunnar venji komur sínar, auk umfjöllunar um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður þeirra. Byggt er á því í kærunni að Ágúst Borgþór hafi gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Hann skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Í kærunni er kvartað undan því að Ágúst hafi virt bæði lög og reglur að vettugi þegar hann sat fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falaðist eftir viðtali við hann án leyfis Fangelsisstofnunar, eins og skylt er. Þá hafi Ágúst sýnt tillitsleysi með nákvæmri lýsingu á klæðaburði Gunnars, hárgreiðslu og öðrum þáttum í útliti hans og borið saman við útlit hans árið 2009. Ljóst sé að Gunnar hafi ekki kært sig um slíka umfjöllun enda hafi hann neitað fyrrgreindri beiðni um viðtal. Útlit Gunnars hafi ekkert fréttagildi og umfjöllun þar að lútandi sé eingöngu ætlað að svala forvitni tiltekins hóps. Ljósmyndir af Gunnari við vinnu sína, sem teknar voru án hans vitundar, hafa að mati Afstöðu heldur ekkert fréttagildi né heldur upplýsingar um heimilisfang móður Gunnars eða bíl hennar en birtar voru myndir af honum í DV. Þá eigi veikindi bróður Gunnars og fjölskylduharmleikur úr fortíðinni ekkert erindi til almennings; um viðkvæm og persónuleg málefni sé að ræða og gæta verði sérstaklega að einkalífsvernd aðstandenda Gunnars, sem beri enga ábyrgð á gjörðum hans.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira