Þetta tilkynnti Sara Linneth Castañeda, kærasta rapparans, á Instagram-síðu sinni í gær. Þar birtir hún sónarmyndir og tilkynnir að erfinginn komi í heiminn í febrúar á næsta ári.
Febrúar 2020View this post on Instagram
A post shared by Sara Linneth Lovísud Castañeda (@saralinneth) on Jul 29, 2019 at 3:44pm PDT
Herra Hnetusmjör er landsmönnum vel kunnugur en hann hefur verið einn vinsælasti rappari landsins undanfarin ár. Þá hefur Sara getið sér gott orð á samfélagsmiðlum, var á árum áður tískubloggari og hefur talað opinskátt um reynslu sína af því að fella niður grímuna og leita sér aðstoðar. Hún stundar nám í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Parið hefur verið saman í tvö og hálft ár.
Eigum 2.ára afmæliView this post on Instagram
A post shared by Sara Linneth Lovísud Castañeda (@saralinneth) on Jan 6, 2019 at 10:01pm PST