Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn.
En hversu mikið vandamál getur síma og tölvufíkn skapað í samböndum ?
Að vera úti að borða á stefnumóti eða með makanum þínum og annað hvort ykkar tekur upp símann til þess að svara tölvupóstum eða skilaboðum á Messenger er ekkert svo óalgeng hegðun í dag. Sum pör taka símann sinn með upp í rúm á kvöldin og eru að skoða fréttir, samfélagsmiðla eða spjalla við vini sína. Eðlilega er misjafnt hvað fólki finnst of mikil notkun en hvenær erum við farin að pirra makann okkar eða fara yfir strikið?
Erum við jafnvel að sína makanum okkar óvirðingu án þess að vera endilega meðvituð um það?
Spurning Makamála þess vikuna er:
Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu?