Steinbítur Orri Arnar Valgeir Tómasson skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun
Í umræðunni um mannanafnanefnd eru fáir hlutlausir og fólki gjarna skipt í þrjá hópa. Í þeim fyrsta er fólk með útlendingaofnæmi sem traðkar kúskinnsskóað á öðrum menningarhópum og þvingar börn sín til að klæðast íslenska þjóðbúningnum í skólann. Annan hópinn skipa hryðjuverkamenn á sviði málvísinda sem hata íslenska tungu og vilja helst rífa hana blóðuga úr munni fjallkonunnar með heitri töng svo börn þeirra fái að heita nöfnum eins og „Pac-Man“ og „Tuborg“. Þriðji hópurinn er að venju ekki alveg jafn spennandi og flestir mynda stöðu á rófi einhvers staðar á miðjunni. Hvað sem fólki finnst er mannanafnanefnd enn með forræði yfir nöfnum Íslendinga. Það er alltaf spennandi að sjá fréttir af því hvaða ný nöfn eru samþykkt ár hvert, en ég verð iðulega fyrir vonbrigðum með hversu fá nöfn eru innleidd. Þrátt fyrir þær ströngu reglur um málhefðir sem fyrir liggja er mikið af orðum í íslenskunni sem bíða þess að verða að fallegum mannanöfnum. Það má alveg fara að hvíla þessar trjátegundir og dýr sem búa í Noregi. Sögulega erum við sjómenn og eigum mörg falleg fiskheiti sem myndu prýða unga drengi vel. Hvar er Steinbítur Orri? Urriði Zoega? Lárus Lax? Eða Kjartan Karfi? Af hverju hefur þessi sterka arfleifð ekki verið nýtt til þessa? Því miður yrðu Ýsa Dögg, Lúða Sjöfn og María Marglytta þó líklega ekki mjög vinsæl stúlkunöfn. Við þurfum að leita innblásturs og finna fallegri heiti í kvenkyni á fiskana okkar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun