Kom auga á óvenjulegar loftbólur við Öræfajökul Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 15:33 Þessi mynd er tekin við mælingar í Kvíárlóni í gær. Mynd/tryggvi hjörvar Veðurstofu Íslands barst á föstudag tilkynning frá glöggum landverði sem sá óvenjulegar loftbólur í Kvíárlóni, suðaustan við Öræfajökul. Mælingamenn Veðurstofunnar fóru á staðinn í gær til að meta hvort hætta væri á ferðum og hvort gasið væri til marks um aukna virkni í eldfjallinu en svo virtist að endingu ekki vera. Við mælinguna sáust einstaka loftbólur á yfirborði lónsins og „heyrist eins og í gosdrykk“, að því er segir í færslu um málið á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Mælingamenn notuðu til verksins sérstaka fjölgasmæla sem soga inn loft úr umhverfinu og geta greint koltvísýring, brennisteinsvetni, brennisteinstvíyldi og vetni( CO2, H2S, SO2, H). „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að safna gasinu í trekt undir yfirborðinu þá reyndist það í of litlu magni til að vera greinanlegt,“ segir í færslunni. Það sé því mat sérfræðinga að ekki sé hætta á ferðum fyrir ferðafólk vegna gassins. Frekari greiningar á vatnssýnum muni hugsanlega leiða í ljós hvaða gas sé hér á ferð. „Líklegast er að hér sé um koltvísýring í litlu magni að ræða. Slíkt útstreymi koltvísýrings frá eldfjöllum er allvanalegt og er ekki talið benda til aukinnar virkni í eldfjallinu. Dregið hefur mjög úr jarðskjálftavirkni og þenslu í Öræfajökli á árinu.“ Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Veðurstofu Íslands barst á föstudag tilkynning frá glöggum landverði sem sá óvenjulegar loftbólur í Kvíárlóni, suðaustan við Öræfajökul. Mælingamenn Veðurstofunnar fóru á staðinn í gær til að meta hvort hætta væri á ferðum og hvort gasið væri til marks um aukna virkni í eldfjallinu en svo virtist að endingu ekki vera. Við mælinguna sáust einstaka loftbólur á yfirborði lónsins og „heyrist eins og í gosdrykk“, að því er segir í færslu um málið á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Mælingamenn notuðu til verksins sérstaka fjölgasmæla sem soga inn loft úr umhverfinu og geta greint koltvísýring, brennisteinsvetni, brennisteinstvíyldi og vetni( CO2, H2S, SO2, H). „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að safna gasinu í trekt undir yfirborðinu þá reyndist það í of litlu magni til að vera greinanlegt,“ segir í færslunni. Það sé því mat sérfræðinga að ekki sé hætta á ferðum fyrir ferðafólk vegna gassins. Frekari greiningar á vatnssýnum muni hugsanlega leiða í ljós hvaða gas sé hér á ferð. „Líklegast er að hér sé um koltvísýring í litlu magni að ræða. Slíkt útstreymi koltvísýrings frá eldfjöllum er allvanalegt og er ekki talið benda til aukinnar virkni í eldfjallinu. Dregið hefur mjög úr jarðskjálftavirkni og þenslu í Öræfajökli á árinu.“
Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira