„Gullfallegi drengurinn okkar fæddist þann 23. júlí. Ég hef ekkert fallegra séð en Arabellu með bróður sinn í fanginu að syngja vöggulög. Lífið er gott.“
Hafdís og Alisdair kynntust árið 2006 og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan og unnið mikið saman í tónlistinni. Stuttu eftir að þau Hafdís og Alidsair buðu Arabellu litlu velkomna í heiminn, nánar til tekið fjórum dögum eftir fæðinguna, bað Alisdair Hafdísar. Setti hann trúlofunarhring á fingur henni sem var ævagamall. Langafi hans hafði gefið langömmu hans hringinn áður en hann lagði af stað í heimsstyrjöldina.
„Englendingurinn kann þetta því ég er heilluð af öllu gömlu. Stundum er maður heppinn og ég var rosalega heppin að finna hann. Við erum eins og svart og hvítt en við bara erum saman áreynslulaust,“ sagði Hafdís í viðtali við Fréttablaðið árið 2014.
Our gorgeous baby boy was born on july 23rd. Seeing Arabella holding her brother and singing him lullabies is the most beautiful thing I can imagine. Life is good #newbaby #brotherandsister #newborn #familyView this post on Instagram
A post shared by Hafdís Huld Þrastardóttir (@hafdishuld) on Jul 25, 2019 at 5:04pm PDT