Vongóður um nýjan Uxa eftir „aftökuna“ 1995 Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 16:00 Horft yfir útihátíðarsvæðið á Kirkjubæjarklaustri. Myndin er skjáskot úr heimildarmynd um Uxa sem sýnd var í tveimur hlutum á RÚV árið 1995. Skjáskot/Uxi 1995 Kristinn Sæmundsson, einn skipuleggjenda hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Uxa '95 sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri árið 1995, segist vonast til þess að endurvekja hátíðina á 25 ára afmæli hennar á næsta ári. Draumurinn sé að hafa hátíðina sem veglegasta en að öðrum kosti muni hún fara fram á grasflöt í Þrastaskógi í Grímsnesi, og þá öllu innilegri en árið 1995.„Eiturlyfjahátíðin“ hlaut harkalega útreið í fjölmiðlum Uxi var auglýstur sem fyrsta alþjóðlega tónlistarhátíðin á Íslandi. Heimsfrægir tónlistarmenn á borð við Björk, The Prodigy, Aphex Twin og Atari Teenage Riot lögðu leið sína á Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina 1995 og skemmtu hátíðargestum. Uxi gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, eins og frægt er orðið. Hátíðin hlaut harkalega útreið í fjölmiðlum, sem tengdu hana og raftónlistina sem þar var flutt við eiturlyfjaneyslu, og þá mættu skipuleggjendur mikilli andstöðu yfirvalda. Forvarnarsamtök lýstu yfir miklum áhyggjum og foreldrar stöðvuðu börn sín í rútum á leið á hátíðina, sem var undir smásjá fíkniefnalögreglu. Á „skáldskaparstigi“ Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi kanína, er einn af skipuleggjendum Uxa. Kiddi rak plötubúðina Hljómalind í miðbæ Reykjavíkur og var afar áberandi í íslensku tónlistarlífi á sínum tíma. Umræða um mögulega endurreisn Uxa komst á flug í kjölfar ummæla sem Kiddi ritaði við Facebook-færslu Lemúrsins um helgina, þar sem Uxi var rifjaður upp. „Til hamingju UXI með 24 ára afmælið. Lofa party í tilefni 25 ára afmælis á næsta ári. Kominn með stað,“ skrifaði Kiddi. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vefurinn Albumm greindi frá þeim fyrirætlunum sem Kiddi lýsir í athugasemdinni og RÚV fjallaði svo um sömu athugasemd Kidda í gær. Kiddi segir í samtali við Vísi að fjaðrafokið hafi komið sér á óvart. Væntanleg endurreisn sé jafnframt á miklu „skáldskaparstigi“.Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi kanína.Mynd/Facebook„Ég er einn af þeim sem komu að Uxa á sínum tíma, og kannski aðaldriffjöðurin að því að þetta gerðist. Það hafa oft komið upp hugmyndir um endurreisn og menn verið að gaspra sín á milli. Og meira að segja þessi hugmynd um Uxa með sama „lænöppi“, 25 árum síðar,“ segir Kiddi, og bendir á í því samhengi að nær öll aðalnöfnin á Uxa séu enn starfandi í dag.Ömmur og afar bjuggu til verslunarmannahelgarbörn Kiddi hefur einkum hugað að Uxa-innspýtingu meðfram nýjum viðskiptaævintýrum. Hann hefur nýtekið á leigu landsvæði í Þrastaskógi í Grímsnesi, 45 hektara skóglendi í eigu Ungmennafélags Íslands. Þar hyggst hann opna tjaldhótel en á svæðinu er rúmgóð grasflöt sem Kiddi hefur horft hýru auga til með tilliti til tónleikahalds. „Inni í skóginum er stór flöt, eins og tveir fótboltavellir, sem er upphaflega hugsað sem íþróttasvæði. Ungmennafélag Íslands var með landsmót þarna og Þrastaskógur var einn helsti samkomustaður þjóðarinnar í nokkra áratugi. Ömmur okkar og afar bjuggu til verslunarmannahelgarbörnin þarna og það liggur afar mikil rómantík í þessu svæði,“ segir Kiddi. „Og ég hugsaði að hér væri hægt að gera lítil, skemmtileg „rave“. Það væri hægt að setja upp 300-500 manna tjald og vera með lítil partí. Svo býður flötin upp á í rauninni að vera með 1000-2000 manna tónleika. Þannig að ég hef allan tímann, síðan ég byrjaði, hugsað með mér að þarna gæti ég gert eitthvað lítið og skemmtilegt.“ Fjarlægðin gerir fjöllin blá Og svo gekk verslunarmannahelgin 2019 í garð og Uxi var rifjaður upp. Kiddi segir umtalið hafa verið einstaklega jákvætt í ár, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. „Og það er þetta með fjarlægðina og fjöllin og blámann og það allt. Eftir því sem hefur liðið lengra verður Uxi alltaf flottari og flottari og flottari. Fólk var með rosa „næs“ minningarglampa,“ segir Kiddi. Og hér víkur sögunni að athugasemdinni á Facebook.Björk treður upp á Uxa árið 1995.Skjáskot/Uxi 1995„Ég var að hlusta á góða tónlist á föstudagskvöldið, var nýbúinn að uppgötva þýskan teknógaur, Paul Kalkbrenner, og hann er svo hrikalega góður og dansvænn að ég var alveg kominn í megastuð einn heima í sumarbústað og sá þar þessa skemmtilegu grein. Og hugsaði: Við höldum bara Litla-Uxa í skóginum næsta sumar, það steinliggur. Og ég gaspraði þarna einhverja athugasemd, kannski í aðeins of miklu stuði.“Lofar litlum Uxa í Þrastaskógi Þó að athugasemdin hafi verið rituð í hálfgerri fljótfærni segir Kiddi að viðtökurnar hafi verið góðar. Svo góðar að hugmyndin gæti vel orðið að veruleika. „En núna eftir helgina, miðað við allt sem ég er búinn að heyra, lesa og finna, þá hugsa ég með mér að auðvitað gerum við þetta aftur. Nú er tíminn. Ég er meira að segja búinn að hringja í einn af gömlu félögunum og segja honum að við séum komnir í vond mál,“ segir Kiddi og hlær. Þannig sé draumurinn að endurvekja Uxa á kvartaldarafmælinu á næsta ári og hafa hann eins stóran í sniðum og hægt er. „Ég get alveg lofað því að ég held lítinn Uxa í skóginum ef mér tekst ekki að bjóða upp á eitthvað annað. En helst er ég á því að kýla á að hringja í gamla liðið, Liam Howlet úr Prodigy hlýtur að geta komið og DJ-að með okkur,“ segir Kiddi og hlær. „En þetta er á skáldskaparstigi, bara svo það komi fram.“ Næstu skref séu nú að fá gott fólk í skipulagsteymið, nánar tiltekið „fólk sem þorir“, og kanna möguleika á styrkjum. „Ég þori öllu, ég er svo hvatvís og frakkur, og mér finnst þetta alveg hrikalega flott hugmynd,“ segir Kiddi.Meðalaldurinn á hátíðinni var ekki ýkja hár.Skjáskot/uxi 1995Ætluðu að breyta Íslandssögunni Kiddi viðurkennir að hátíðin hafi farið illa þegar hún var haldin á Kirkjubæjarklaustri fyrir 24 árum, þrátt fyrir háleit markmið, glæstar vonir og mikla ástríðu skipuleggjenda. „Við vorum gerðir að eiturlyfjahátíð og fjölmiðlar tóku okkur af lífi. Þetta tengdist Fíkniefnalausu Íslandi og ofsóknum yfirvalda gegn okkur. Það var svo mikill ótti að við værum að eyðileggja íslenska æsku og værum á mála hjá fíkniefnadjöflinum sjálfum,“ segir Kiddi kíminn. „Uxi hefur alla tíð verið smá bömmer í hjarta okkar sem að þessu komum. Við töpuðum svaka peningum og lögðum ofboðslega vinnu og ást í þetta á sínum tíma og ætluðum að breyta Íslandssögunni og koma Íslendingum út í heim. Það voru alls konar áform, sem heppnuðust alveg þannig lagað, þegar við skoðum hlutina í ljósi sögunnar.“Umfjöllun Dagblaðsins Vísis, DV, um Uxa eftir verslunarmannahelgina 1995.Skjáskot/Timarit.isUxi gekk að endingu svo að heita stórslysalaust fyrir sig. Kiddi bendir á að hátíðin hafi verið sú eina um verslunarmannahelgina árið 1995 sem keypti bæði þjónustu fíkniefnaeftirlits og Stígamóta, sem voru með aðstöðu á hátíðinni yfir alla helgina. Þá komu alls upp um 20-30 fíkniefnamál á Uxa, ívið færri en búist var við. En aðsóknin var dræm. Aðstandendur bjuggust við um tíu þúsund gestum en aðeins um 4000-5000 manns mættu á hátíðina. Þá varð milljónatap á hátíðinni en Uxi ehf., félagið sem stofnað var utan um rekstur hátíðarinnar, var tekið til gjaldþrotaskipta 1996. Það er þó ekki hægt að neita því að Uxi hafi markað ákveðin tímamót í íslenskri tónlistarsögu og jafnvel átt þátt í því að koma Íslandi á kortið á alþjóðlegum vettvangi, líkt og skipuleggjendur lögðu upp með frá byrjun. Kiddi tekur undir það. Uxi standist svo sannarlega tímans tönn. „Það væri hægt að halda Uxa með sama „lænöppinu“ á næsta ári og það myndi ganga. Það væri ekki gamaldags. Það væri enn þá broddur í því.“ Skaftárhreppur Tónlist Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Kristinn Sæmundsson, einn skipuleggjenda hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Uxa '95 sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri árið 1995, segist vonast til þess að endurvekja hátíðina á 25 ára afmæli hennar á næsta ári. Draumurinn sé að hafa hátíðina sem veglegasta en að öðrum kosti muni hún fara fram á grasflöt í Þrastaskógi í Grímsnesi, og þá öllu innilegri en árið 1995.„Eiturlyfjahátíðin“ hlaut harkalega útreið í fjölmiðlum Uxi var auglýstur sem fyrsta alþjóðlega tónlistarhátíðin á Íslandi. Heimsfrægir tónlistarmenn á borð við Björk, The Prodigy, Aphex Twin og Atari Teenage Riot lögðu leið sína á Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina 1995 og skemmtu hátíðargestum. Uxi gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, eins og frægt er orðið. Hátíðin hlaut harkalega útreið í fjölmiðlum, sem tengdu hana og raftónlistina sem þar var flutt við eiturlyfjaneyslu, og þá mættu skipuleggjendur mikilli andstöðu yfirvalda. Forvarnarsamtök lýstu yfir miklum áhyggjum og foreldrar stöðvuðu börn sín í rútum á leið á hátíðina, sem var undir smásjá fíkniefnalögreglu. Á „skáldskaparstigi“ Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi kanína, er einn af skipuleggjendum Uxa. Kiddi rak plötubúðina Hljómalind í miðbæ Reykjavíkur og var afar áberandi í íslensku tónlistarlífi á sínum tíma. Umræða um mögulega endurreisn Uxa komst á flug í kjölfar ummæla sem Kiddi ritaði við Facebook-færslu Lemúrsins um helgina, þar sem Uxi var rifjaður upp. „Til hamingju UXI með 24 ára afmælið. Lofa party í tilefni 25 ára afmælis á næsta ári. Kominn með stað,“ skrifaði Kiddi. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vefurinn Albumm greindi frá þeim fyrirætlunum sem Kiddi lýsir í athugasemdinni og RÚV fjallaði svo um sömu athugasemd Kidda í gær. Kiddi segir í samtali við Vísi að fjaðrafokið hafi komið sér á óvart. Væntanleg endurreisn sé jafnframt á miklu „skáldskaparstigi“.Kristinn Sæmundsson, betur þekktur sem Kiddi kanína.Mynd/Facebook„Ég er einn af þeim sem komu að Uxa á sínum tíma, og kannski aðaldriffjöðurin að því að þetta gerðist. Það hafa oft komið upp hugmyndir um endurreisn og menn verið að gaspra sín á milli. Og meira að segja þessi hugmynd um Uxa með sama „lænöppi“, 25 árum síðar,“ segir Kiddi, og bendir á í því samhengi að nær öll aðalnöfnin á Uxa séu enn starfandi í dag.Ömmur og afar bjuggu til verslunarmannahelgarbörn Kiddi hefur einkum hugað að Uxa-innspýtingu meðfram nýjum viðskiptaævintýrum. Hann hefur nýtekið á leigu landsvæði í Þrastaskógi í Grímsnesi, 45 hektara skóglendi í eigu Ungmennafélags Íslands. Þar hyggst hann opna tjaldhótel en á svæðinu er rúmgóð grasflöt sem Kiddi hefur horft hýru auga til með tilliti til tónleikahalds. „Inni í skóginum er stór flöt, eins og tveir fótboltavellir, sem er upphaflega hugsað sem íþróttasvæði. Ungmennafélag Íslands var með landsmót þarna og Þrastaskógur var einn helsti samkomustaður þjóðarinnar í nokkra áratugi. Ömmur okkar og afar bjuggu til verslunarmannahelgarbörnin þarna og það liggur afar mikil rómantík í þessu svæði,“ segir Kiddi. „Og ég hugsaði að hér væri hægt að gera lítil, skemmtileg „rave“. Það væri hægt að setja upp 300-500 manna tjald og vera með lítil partí. Svo býður flötin upp á í rauninni að vera með 1000-2000 manna tónleika. Þannig að ég hef allan tímann, síðan ég byrjaði, hugsað með mér að þarna gæti ég gert eitthvað lítið og skemmtilegt.“ Fjarlægðin gerir fjöllin blá Og svo gekk verslunarmannahelgin 2019 í garð og Uxi var rifjaður upp. Kiddi segir umtalið hafa verið einstaklega jákvætt í ár, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. „Og það er þetta með fjarlægðina og fjöllin og blámann og það allt. Eftir því sem hefur liðið lengra verður Uxi alltaf flottari og flottari og flottari. Fólk var með rosa „næs“ minningarglampa,“ segir Kiddi. Og hér víkur sögunni að athugasemdinni á Facebook.Björk treður upp á Uxa árið 1995.Skjáskot/Uxi 1995„Ég var að hlusta á góða tónlist á föstudagskvöldið, var nýbúinn að uppgötva þýskan teknógaur, Paul Kalkbrenner, og hann er svo hrikalega góður og dansvænn að ég var alveg kominn í megastuð einn heima í sumarbústað og sá þar þessa skemmtilegu grein. Og hugsaði: Við höldum bara Litla-Uxa í skóginum næsta sumar, það steinliggur. Og ég gaspraði þarna einhverja athugasemd, kannski í aðeins of miklu stuði.“Lofar litlum Uxa í Þrastaskógi Þó að athugasemdin hafi verið rituð í hálfgerri fljótfærni segir Kiddi að viðtökurnar hafi verið góðar. Svo góðar að hugmyndin gæti vel orðið að veruleika. „En núna eftir helgina, miðað við allt sem ég er búinn að heyra, lesa og finna, þá hugsa ég með mér að auðvitað gerum við þetta aftur. Nú er tíminn. Ég er meira að segja búinn að hringja í einn af gömlu félögunum og segja honum að við séum komnir í vond mál,“ segir Kiddi og hlær. Þannig sé draumurinn að endurvekja Uxa á kvartaldarafmælinu á næsta ári og hafa hann eins stóran í sniðum og hægt er. „Ég get alveg lofað því að ég held lítinn Uxa í skóginum ef mér tekst ekki að bjóða upp á eitthvað annað. En helst er ég á því að kýla á að hringja í gamla liðið, Liam Howlet úr Prodigy hlýtur að geta komið og DJ-að með okkur,“ segir Kiddi og hlær. „En þetta er á skáldskaparstigi, bara svo það komi fram.“ Næstu skref séu nú að fá gott fólk í skipulagsteymið, nánar tiltekið „fólk sem þorir“, og kanna möguleika á styrkjum. „Ég þori öllu, ég er svo hvatvís og frakkur, og mér finnst þetta alveg hrikalega flott hugmynd,“ segir Kiddi.Meðalaldurinn á hátíðinni var ekki ýkja hár.Skjáskot/uxi 1995Ætluðu að breyta Íslandssögunni Kiddi viðurkennir að hátíðin hafi farið illa þegar hún var haldin á Kirkjubæjarklaustri fyrir 24 árum, þrátt fyrir háleit markmið, glæstar vonir og mikla ástríðu skipuleggjenda. „Við vorum gerðir að eiturlyfjahátíð og fjölmiðlar tóku okkur af lífi. Þetta tengdist Fíkniefnalausu Íslandi og ofsóknum yfirvalda gegn okkur. Það var svo mikill ótti að við værum að eyðileggja íslenska æsku og værum á mála hjá fíkniefnadjöflinum sjálfum,“ segir Kiddi kíminn. „Uxi hefur alla tíð verið smá bömmer í hjarta okkar sem að þessu komum. Við töpuðum svaka peningum og lögðum ofboðslega vinnu og ást í þetta á sínum tíma og ætluðum að breyta Íslandssögunni og koma Íslendingum út í heim. Það voru alls konar áform, sem heppnuðust alveg þannig lagað, þegar við skoðum hlutina í ljósi sögunnar.“Umfjöllun Dagblaðsins Vísis, DV, um Uxa eftir verslunarmannahelgina 1995.Skjáskot/Timarit.isUxi gekk að endingu svo að heita stórslysalaust fyrir sig. Kiddi bendir á að hátíðin hafi verið sú eina um verslunarmannahelgina árið 1995 sem keypti bæði þjónustu fíkniefnaeftirlits og Stígamóta, sem voru með aðstöðu á hátíðinni yfir alla helgina. Þá komu alls upp um 20-30 fíkniefnamál á Uxa, ívið færri en búist var við. En aðsóknin var dræm. Aðstandendur bjuggust við um tíu þúsund gestum en aðeins um 4000-5000 manns mættu á hátíðina. Þá varð milljónatap á hátíðinni en Uxi ehf., félagið sem stofnað var utan um rekstur hátíðarinnar, var tekið til gjaldþrotaskipta 1996. Það er þó ekki hægt að neita því að Uxi hafi markað ákveðin tímamót í íslenskri tónlistarsögu og jafnvel átt þátt í því að koma Íslandi á kortið á alþjóðlegum vettvangi, líkt og skipuleggjendur lögðu upp með frá byrjun. Kiddi tekur undir það. Uxi standist svo sannarlega tímans tönn. „Það væri hægt að halda Uxa með sama „lænöppinu“ á næsta ári og það myndi ganga. Það væri ekki gamaldags. Það væri enn þá broddur í því.“
Skaftárhreppur Tónlist Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira