Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 07:30 "Þetta var mikil upplifun og erum eiginlega ekki komin niður á jörðina aftur ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Gunnar. Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri. Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri.
Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira