Bílaframleiðsla í Bretlandi féll um 20% Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2019 08:30 Frá verksmiðju Jaguar í Bretlandi. Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi. Bílaframleiðendur flýja nú Bretland í röðum vegna óvissunnar sem fyrirhuguð útganga Breta úr Evrópusambandinu skapar. Búast má við enn frekari samdrætti í bílaframleiðslu vegna frekari niðurskurðaráætlana ýmissa bílaframleiðenda. Honda ætlar til dæmis að loka verksmiðju sinni í Swindon árið 2021 og Nissan hefur ákveðið að flytja framleiðslu X-Trail-jeppa síns frá Sunderland til annars lands. Heildarframleiðsla í Bretlandi á fyrstu 6 mánuðum ársins var 666.521 bílar en var 834.573 í fyrra. Búist er við því að framleiðslan í ár verði um 15% minni en í fyrra og nái 1,37 milljónum bíla. Það hefur reyndar ekki lagað stöðuna að bílasala í Bretlandi í ár hefur fallið um 16,4%, en um 80% bílaframleiðslu Bretlands eru flutt út til 160 landa.Mikilvægasta útflutningsgrein Breta Auto Analysis spáir því að ef Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings muni bílaframleiðsla minnka enn frekar um 30% og þar af leiðandi flytjast til annarra landa. Þá yrði bílaframleiðsla þar í landi komin í svipaða tölu og árið 1980. Fjárfesting í bílaframleiðslu nú er aðeins fjórðungur þess sem hún var á sama tíma í fyrra og aðeins sjöundi hluti þess sem hún var árið 2017. Bílaframleiðsla skilar bresku þjóðarbúi nú um 2.800 milljörðum króna á ári og er mjög mikilvæg fyrir efnahag landsins og við hana starfa 168.000 manns. Því yrði það mikið högg ef framleiðslan drægist þetta mikið saman. Bílaútflutningur frá Bretlandi er verðmætasta útflutningsgrein landsins og virði hans er um 14% af heildarútflutningsverðmætinu. Það gæti breyst með þessu framhaldi. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Brexit Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi. Bílaframleiðendur flýja nú Bretland í röðum vegna óvissunnar sem fyrirhuguð útganga Breta úr Evrópusambandinu skapar. Búast má við enn frekari samdrætti í bílaframleiðslu vegna frekari niðurskurðaráætlana ýmissa bílaframleiðenda. Honda ætlar til dæmis að loka verksmiðju sinni í Swindon árið 2021 og Nissan hefur ákveðið að flytja framleiðslu X-Trail-jeppa síns frá Sunderland til annars lands. Heildarframleiðsla í Bretlandi á fyrstu 6 mánuðum ársins var 666.521 bílar en var 834.573 í fyrra. Búist er við því að framleiðslan í ár verði um 15% minni en í fyrra og nái 1,37 milljónum bíla. Það hefur reyndar ekki lagað stöðuna að bílasala í Bretlandi í ár hefur fallið um 16,4%, en um 80% bílaframleiðslu Bretlands eru flutt út til 160 landa.Mikilvægasta útflutningsgrein Breta Auto Analysis spáir því að ef Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings muni bílaframleiðsla minnka enn frekar um 30% og þar af leiðandi flytjast til annarra landa. Þá yrði bílaframleiðsla þar í landi komin í svipaða tölu og árið 1980. Fjárfesting í bílaframleiðslu nú er aðeins fjórðungur þess sem hún var á sama tíma í fyrra og aðeins sjöundi hluti þess sem hún var árið 2017. Bílaframleiðsla skilar bresku þjóðarbúi nú um 2.800 milljörðum króna á ári og er mjög mikilvæg fyrir efnahag landsins og við hana starfa 168.000 manns. Því yrði það mikið högg ef framleiðslan drægist þetta mikið saman. Bílaútflutningur frá Bretlandi er verðmætasta útflutningsgrein landsins og virði hans er um 14% af heildarútflutningsverðmætinu. Það gæti breyst með þessu framhaldi.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Brexit Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent