Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. ágúst 2019 18:30 Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane. Georgía Hælisleitendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane.
Georgía Hælisleitendur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira