Brotum fækkar á milli ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 04:00 Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. „Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira