Hringvegurinn loksins kláraður en með hjálp leiðarbreytingar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 23:34 Nýja brúin yfir Berufjörð hefur nú verið tekin í notkun. Með henni hvarf síðasti malarkafli hringvegarins. Vísir/Stöð 2 Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Loksins er hægt að komast allan hringinn á bundnu slitlagi. Þessi þáttaskil urðu í samgöngumálum þjóðarinnar þegar umferð var hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar, sem tilkynnt var um í morgun. Þessi áfangi náðist þó talsvert seinna en væntingar voru um í árdaga Stöðvar 2 en þá voru menn að gera sér vonir um að malbikun hringvegarins lyki fyrir aldamót. Nítján árum síðar er verkið loksins í höfn.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði er enn ómalbikaður. Þessi 24 kílómetra malarkafli var hins vegar felldur út sem hluti hringvegarins með leiðarbreytingu fyrir tveimur árum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það væru raunar ennþá eftir 24 kílómetrar af malarvegi á hringveginum um Austurland ef samgönguyfirvöld hefðu ekki gripið til þeirrar kerfisbreytingar fyrir tveimur árum að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur, með því að láta hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missti þjóðveganúmer 1 í nóvember 2017. Gula línan sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Opnun brúarinnar yfir Berufjörð er samt sem áður einhver stærstu tímamót í samgöngumálum landsins frá því hringvegurinn opnaðist árið 1974. Nú, 45 árum síðar, er loksins hægt að aka allan hringinn á bundnu slitlagi, en í ofanálag styttist hringvegurinn um þrjá kílómetra með nýju brúnni. Herlegheitunum á svo að fagna með borðaklippingu þann 14. ágúst næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. 10. nóvember 2017 20:57
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17
Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna. 1. desember 2011 19:30