Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 12:37 Frá framkvæmdum í Berufirði en nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn. Vísir/Vilhelm Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði. Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.
Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30