Nýtur enn ferðalags fótboltans Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2019 14:00 Margrét að gera sig tilbúna fyrir æfingu í gær. Valsstelpur eru í harðri toppbaráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag. Margrét vakti snemma athygli fyrir að skora mörk en það munaði litlu að hún veldi frekar handboltann en fótboltann. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag gegn Stjörnunni. Hún skoraði þrennu í leiknum og hefur alls skorað 250 mörk í öllum keppnum. Margrét er 33 ára og hefur lengi verið í fremstu röð í kvennaboltanum. Hún er dóttir Viðars Elíassonar, sem varð Íslandsmeistari með ÍBV 1979 og þótti lunkinn knattspyrnumaður, og Guðmundu Bjarnadóttur. Hún vakti snemma athygli fyrir markaskorun og var mætt til að skora mörk á Pæjumóti í Vestmannaeyjum nánast nýbyrjuð að ganga. Átta ára skoraði hún 33 mörk í sex leikjum í sjötta f lokki og átta í fimmta f lokki. Hún varð markahæst og Pæjumeistari með báðum f lokkum. Í frétt DV frá 1995 segir: „... er með ólíkindum að hún skuli aðeins vera 8 ára – enda krafðist þjálfari eins liðsins að fá að sjá fæðingarvottorð hennar, því þjálfarinn stóð fastar á því en fótunum að hún væri eldri og því ólögleg. Varð nokkur rekistefna út af þessu en svo kom auðvitað hið sanna í ljós,“ segir í fréttinni. „Ég fékk góða eldskírn. Var að keppa við stelpur sem voru sumar höfðinu hærri og mörgum kílóum þyngri og miklu eldri. Þá var ég að spila með fimmta f lokki, átta ára gömul.“ Margrét spilaði fyrsta leikinn sinn í meistaraflokki árið 2000 þegar sjálfur Heimir Hallgrímsson henti henni, aðeins 14 ára, út í djúpu laugina. Fyrsta markið kom svo tveimur árum síðar. „Heimir tók mig með í einhverja leiki og Elísabet Gunnarsdóttir kemur svo fyrir tímabilið 2002 og það er mitt fyrsta alvöru tímabil. Þá er ég bara meistaraflokksleikmaður og hætti í handboltanum. Það var erfitt val því kvennaliðið í Eyjum var frábært á þessum tíma. Það var þvílíkt lið og ég var ekkert langt frá því að velja handboltann. Fyrirmyndirnar voru þar frekar. Það hafði ekkert unnist í knattspyrnunni og ég var alveg þokkaleg í handboltanum. Var komin í meistaraflokkinn og þetta snerist ekkert um getu eða neitt. En þegar Beta kom þá breyttist allt.“Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar einu marka sinna gegn Slóveníu í landsleik. Hún hefur skorað 78 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.Mynd/PjeturÞrisvar yfir 30 mörk Margrét skoraði sjö mörk í 11 leikjum en hún hefur þrisvar sinnum skorað yfir 30 mörk á einu tímabili. 2006 skoraði hún 34 mörk, svo 38 mörk á því herrans ári 2007 og 32 mörk árið 2008. Hún skipti yfir í Val árið 2005 en þá var komið að tímamótum. „Beta hafði verið með Val í eitt ár og mig langaði að fara að æfa við bestu aðstæður. Heimir var að taka við karlaliðinu og ég hafði áhuga á að verða alvöru leikmaður og mér fannst tími til kominn að æfa við toppaðstæður. Fór af malarvellinum og parketi yfir í Egilshöll sem þá var ný og ég persónulega var komin með markmið og metnað.“ Margrét segir það forréttindi að umgangast ungar stelpur í dag sem eru að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki. „Þær halda manni á tánum og hlusta á nýjasta rappið og þetta heldur manni ungum. En ég er nær mörgum foreldrum í aldri en þeim sjálfum stundum,“ segir hún og hlær. „Á meðan þetta er gaman og manni finnst maður hafa eitthvað fram að færa þá er engin ástæða til að hætta.“ Margrét á tvö börn og unnusta, sjúkraþjálfarann Einar Örn Guðmundsson, og því þarf að púsla töluvert nánast á hverjum degi. „Þetta er mjög óvenjulegt heimilislíf. Ég er heppin að eiga Einar, hann er mjög þolinmóður og börnin mín eru frekar þæg og góð þannig að þetta gengur vel. En við erum með lítið barn og það er ekki komið með dagvistun sem þýðir að oft er kvöldmatur eldaður í hádeginu og geymdur fram á kvöld í ísskápnum. Það þarf því að skipuleggja og púsla en öll styðjum við hvert annað og við erum að njóta ferðalagsins.Margrét Lára fagnar marki í leiknum á móti Stjörnunni.vísir/daníelEldri strákurinn er orðinn fótbolta strákur og spilar reyndar með Fylki þannig að hann heldur ekki alltaf með mömmu sinni þegar ég er að spila. En það er gaman að sjá þegar börnin manns eru farin að lifa sig inn í hlutina því pabbi hætti eiginlega þegar ég fæðist. Hann kemur stundum á leiki og æfingar og fleira. “Margrét segist reyna að fara hinn gullna meðalveg. Hún haf i aldrei drukkið áfengi og reyni að hugsa mikið um hvað hún láti ofan í sig og svo hjálpi að vera með sjúkraþjálfara á heimilinu. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fara út á líf ið og ég lifi alveg heilbrigðu og góðu lífi. En ég er ekki í neinum öfgum. Það er svo takmarkað hvað maður getur stjórnað hlutunum í þessu lífi. Stundum næ ég þriggja tíma svefni og stundum átta. Það koma hæðir og lægðir í þessu líf i og mér finnst betra að láta hlutina koma til mín. Stundum koma góðir hlutir og stundum vondir og þá þarf að vinna úr því sem kemur upp. Það hefur líka ýmislegt komið upp á mínum ferli og ég reyni að vera í núinu og njóta þess sem kemur upp á hverjum degi. Ég hef gaman af fótboltanum, skrokkurinn er góður og þá nýtur maður ferðalagsins.“Valsstúlkur fagna sigri í sumar en þær eru á toppnum í Pepsi Max deild kvenna.VÍSIR/DANÍEL Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag. Margrét vakti snemma athygli fyrir að skora mörk en það munaði litlu að hún veldi frekar handboltann en fótboltann. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag gegn Stjörnunni. Hún skoraði þrennu í leiknum og hefur alls skorað 250 mörk í öllum keppnum. Margrét er 33 ára og hefur lengi verið í fremstu röð í kvennaboltanum. Hún er dóttir Viðars Elíassonar, sem varð Íslandsmeistari með ÍBV 1979 og þótti lunkinn knattspyrnumaður, og Guðmundu Bjarnadóttur. Hún vakti snemma athygli fyrir markaskorun og var mætt til að skora mörk á Pæjumóti í Vestmannaeyjum nánast nýbyrjuð að ganga. Átta ára skoraði hún 33 mörk í sex leikjum í sjötta f lokki og átta í fimmta f lokki. Hún varð markahæst og Pæjumeistari með báðum f lokkum. Í frétt DV frá 1995 segir: „... er með ólíkindum að hún skuli aðeins vera 8 ára – enda krafðist þjálfari eins liðsins að fá að sjá fæðingarvottorð hennar, því þjálfarinn stóð fastar á því en fótunum að hún væri eldri og því ólögleg. Varð nokkur rekistefna út af þessu en svo kom auðvitað hið sanna í ljós,“ segir í fréttinni. „Ég fékk góða eldskírn. Var að keppa við stelpur sem voru sumar höfðinu hærri og mörgum kílóum þyngri og miklu eldri. Þá var ég að spila með fimmta f lokki, átta ára gömul.“ Margrét spilaði fyrsta leikinn sinn í meistaraflokki árið 2000 þegar sjálfur Heimir Hallgrímsson henti henni, aðeins 14 ára, út í djúpu laugina. Fyrsta markið kom svo tveimur árum síðar. „Heimir tók mig með í einhverja leiki og Elísabet Gunnarsdóttir kemur svo fyrir tímabilið 2002 og það er mitt fyrsta alvöru tímabil. Þá er ég bara meistaraflokksleikmaður og hætti í handboltanum. Það var erfitt val því kvennaliðið í Eyjum var frábært á þessum tíma. Það var þvílíkt lið og ég var ekkert langt frá því að velja handboltann. Fyrirmyndirnar voru þar frekar. Það hafði ekkert unnist í knattspyrnunni og ég var alveg þokkaleg í handboltanum. Var komin í meistaraflokkinn og þetta snerist ekkert um getu eða neitt. En þegar Beta kom þá breyttist allt.“Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar einu marka sinna gegn Slóveníu í landsleik. Hún hefur skorað 78 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.Mynd/PjeturÞrisvar yfir 30 mörk Margrét skoraði sjö mörk í 11 leikjum en hún hefur þrisvar sinnum skorað yfir 30 mörk á einu tímabili. 2006 skoraði hún 34 mörk, svo 38 mörk á því herrans ári 2007 og 32 mörk árið 2008. Hún skipti yfir í Val árið 2005 en þá var komið að tímamótum. „Beta hafði verið með Val í eitt ár og mig langaði að fara að æfa við bestu aðstæður. Heimir var að taka við karlaliðinu og ég hafði áhuga á að verða alvöru leikmaður og mér fannst tími til kominn að æfa við toppaðstæður. Fór af malarvellinum og parketi yfir í Egilshöll sem þá var ný og ég persónulega var komin með markmið og metnað.“ Margrét segir það forréttindi að umgangast ungar stelpur í dag sem eru að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki. „Þær halda manni á tánum og hlusta á nýjasta rappið og þetta heldur manni ungum. En ég er nær mörgum foreldrum í aldri en þeim sjálfum stundum,“ segir hún og hlær. „Á meðan þetta er gaman og manni finnst maður hafa eitthvað fram að færa þá er engin ástæða til að hætta.“ Margrét á tvö börn og unnusta, sjúkraþjálfarann Einar Örn Guðmundsson, og því þarf að púsla töluvert nánast á hverjum degi. „Þetta er mjög óvenjulegt heimilislíf. Ég er heppin að eiga Einar, hann er mjög þolinmóður og börnin mín eru frekar þæg og góð þannig að þetta gengur vel. En við erum með lítið barn og það er ekki komið með dagvistun sem þýðir að oft er kvöldmatur eldaður í hádeginu og geymdur fram á kvöld í ísskápnum. Það þarf því að skipuleggja og púsla en öll styðjum við hvert annað og við erum að njóta ferðalagsins.Margrét Lára fagnar marki í leiknum á móti Stjörnunni.vísir/daníelEldri strákurinn er orðinn fótbolta strákur og spilar reyndar með Fylki þannig að hann heldur ekki alltaf með mömmu sinni þegar ég er að spila. En það er gaman að sjá þegar börnin manns eru farin að lifa sig inn í hlutina því pabbi hætti eiginlega þegar ég fæðist. Hann kemur stundum á leiki og æfingar og fleira. “Margrét segist reyna að fara hinn gullna meðalveg. Hún haf i aldrei drukkið áfengi og reyni að hugsa mikið um hvað hún láti ofan í sig og svo hjálpi að vera með sjúkraþjálfara á heimilinu. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fara út á líf ið og ég lifi alveg heilbrigðu og góðu lífi. En ég er ekki í neinum öfgum. Það er svo takmarkað hvað maður getur stjórnað hlutunum í þessu lífi. Stundum næ ég þriggja tíma svefni og stundum átta. Það koma hæðir og lægðir í þessu líf i og mér finnst betra að láta hlutina koma til mín. Stundum koma góðir hlutir og stundum vondir og þá þarf að vinna úr því sem kemur upp. Það hefur líka ýmislegt komið upp á mínum ferli og ég reyni að vera í núinu og njóta þess sem kemur upp á hverjum degi. Ég hef gaman af fótboltanum, skrokkurinn er góður og þá nýtur maður ferðalagsins.“Valsstúlkur fagna sigri í sumar en þær eru á toppnum í Pepsi Max deild kvenna.VÍSIR/DANÍEL
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti