Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda. Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda.
Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira