Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 19:11 Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. Forsætisráðherra sendir ákall til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum og hjálpa til við að halda ísnum áfram á Íslandi. Minnisvarða um jökulinn sem var, Ok, verður komið fyrir við formlega athöfn á morgun þar sem einu sinni var jökull. Það voru mannfræðingar við Rice háskóla í Bandaríkjunum sem áttu hugmyndina.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta er fyrsti minnisvarðinn um fallinn jökul í heiminum en við höldum að þetta verði ekki sá síðasti, því miður. Eitt af því jákvæða við þetta minnismerki og athyglina sem það hefur vakið er að það skapar samfélag fólks sem tengist í gegnum þetta mál,“ segir Cymene Howe, mannfræðiprófessor við Rice háskóla. Dominic Boyer, sem einnig er prófessor í mannfræði við sama háskóla, segir þau hafa heyrt af afdrifum Oks fyrir tilviljun. „Við vorum hér að byrja á verkefni um það hvernig Íslendingar tækju því að missa jöklana og við sáum smáfrétt í dagblaði, kannski þrjár eða fjórar línur, þar sem fjallað var um að því hefði verið lýst yfir að Ok væri ekki lengur jökull,“ segir Dominic. Síðan hefur Ok vakið heimsathygli en fjallað hefur verið um málið í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims.Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityÍ aðsendri grein í New York Times í dag skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars um bráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga. Þar biðlar hún til einstaklinga, þjóðríkja, fyrirtækja og stofnanna um hjálp við að halda ísnum áfram á Íslandi og til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hún mun flytja ávarp við athöfnina á morgun en í dag barst henni áskorun um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hvað varðar það að hún segi eitthvað óvænt þá vitum við það ekki en hún var að birta skoðanagrein í New York Times og við höldum að það geti verið sömu hugmyndir og þar birtust. Og svo verður Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, með okkur. Hún er mjög öflugur aktívisti og baráttukona fyrir loftslagsmálum um allan heim.“ Á þriðjudaginn koma forsætisráðherrar Norðurlandanna saman í Reykjavík til árlegs sumarfundar en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins þar sem loftslagsmál verða í brennidepli.Sjá einnig: Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi
Loftslagsmál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24