Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2019 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundar með norrænum starfssystkinum sínum á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra náttúruverndarsamtaka, nemendafélaga og annarra félagasamtaka skrifa undir bréf til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem skorað er á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og hvetja forsætisráðherra Norðurlandanna til að gera það sama. Í bréfinu er vísað til þess að bresk stjórnvöld hafi nýlega lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Því veki það furðu að ekkert Norðurlandanna hafi gert það. Breska þingið lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga í maí. Ályktunin er ekki lagalega bindandi og hún naut ekki stuðnings þáverandi umhverfisráðherra Bretlands. „Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkar um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar,“ segir í því. Vilja þeir sem standa að bréfinu að Katrín noti tækifærið þegar norrænir ráðherrar koma saman til fundar í Reykjavík á þriðjudag til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og „skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð“.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.Rakel Garðarsdóttir, formaður samtakanna Vakanda sem vinna gegn matarsóun, segir við Vísi að stjórnvöld hafi ekki gert nógu mikið til að taka á loftslagsbreytingum af völdum manna. Mikinn tími hafi farið í að ræða málin án aðgerða. Ráðast þurfi í alvöru aðgerðir. Hópar annars staðar á Norðurlöndunum noti tækifærið til að þrýsta á forsætisráðherra sína að lýsa yfir neyðarástandi nú þegar þeir hittast allir á Íslandi. „Auðvitað þarf kjark í það og hugrekki. Þess vegna er fínt ef Norðurlöndin nýta þetta tækifæri sitt, standi saman og taki samstilltar ákvarðanir. Það geta þau gert í næstu viku þegar þeir eru allir á Íslandi saman,“ segir Rakel. Auk Rakelar skrifa undir bréfið Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir frá Landvernd, Brynhildur Pétursdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Jón Kaldal frá IWF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldskólanema, Eyþór Eðvarðsson frá Votlendissjóði, Jóna Þórey Pétursdóttir, frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, Tómas Knútsson frá Bláa hernum, Heiður Magný Herbertsdóttir frá Plastlausum september, Tómas Guðbjartsson frá Félagi íslenskra fjallalækna, Steingrímur Þór Ágústsson frá JCI Reykjavík, Pétur Halldórsson frá Ungum umhverfissinum, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Þorbjörg Sandra Bakke frá Foreldrum fyrir framtíðina og Bára Hólmgeirsdóttir frá Aftur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira