Linda Björt Hjaltadóttir er meðal þátttakenda. Verndun náttúrunnar er Lindu hugleikin og heilbrigður lífsstíll. Hún hefur gaman af því að ferðast og kynnast öðrum menningarheimum. Lífið yfirheyrði Lindu Björt:
Morgunmaturinn?
Múslí með kókoshnetumjólk.
Helsta freistingin?
Ís.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist en það fer allt eftir því í hvernig skapi ég er hvort ég vilji hlusta á Hip hop, R&B, Soul, Funk, Pop, Reggae, Dance & eða annað.
![](https://www.visir.is/i/893D6EC62E830C213DED261315AA7D887588BD7ECA14DD4B226BA83688C0E337_713x0.jpg)
Engin í augnablikinu.
Hver er þín fyrirmynd?
Ég hef aldrei átt mér sérstaka fyrirmynd, en ég reyni að leita að því góða í fari annarra og tileinka mér hætti sem mér finnst vera góðir.
Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?
Vinna og sóla mig smá.
Uppáhaldsmatur?
Burritos, meðal annars.
Uppáhaldsdrykkur?
Íslenskt vatn.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Ólafur Ragnar.
Hvað hræðistu mest?
Opið hafið.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Dettur bókstaflega ekkert í hug, ekkert sem stendur út.
Breyttu hugarfari hjá mér sem hefur breytt lífi mínu til hins betra.
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Ég get bundið hnút á kirsuberjastöngul með tungunni.
Hundar eða kettir?
Kettir.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Stærðfræði.
En það skemmtilegasta?
Eyða góðum tíma með þeim nánustu.
Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?
Góðri reynslu, góðum minningum, góðri vináttu, góðum tækifærum og að ferlið og allt í kringum það geri mig að betri manneskju á einn eða annan hátt.
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Vonandi hamingjusöm að sinna einhverju sem ég hef ástríðu fyrir.
Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.
Hér fyrir neðan má taka þátt í Vali fólksins en niðurstöður kosningarinnar verða kynntar á úrslitakvöldinu.