Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 13:41 Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent