Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 12:15 Það gætu leynst E.coli-bakteríur í þessum borgurum og því nauðsynlegt að steikja þá í gegn. Getty/Tetra Images Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki „í gegn“ til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. Nauðsynlegt er að kjarnhitastig hakkaðra vara sé að minnsta kosti 75 gráður til að drepa bakteríuna og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur. Eiturmyndandi E.coli, hinar svokölluðu STEC-bakteríur, hafa verið fyrirferðamiklar í fréttaflutning sumarsins. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn. Matvælastofnun telur faraldurinn í Efstadal gefa tilefni til að árétta mikilvægi almenns hreinlætis og handþvottar við meðhöndlun matvæla, sem stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Þá sé einnig mikilvægt að huga að steikingu kjötvara, enda sýndu rannsóknir á síðasta ári að STEC-bakteríur finnast í um 30% sýna af lambakjöti og um 11,5% af nautakjöti á íslenskum smásölumarkaði.Steikin má vera rauð, ekki borgarinn Þrátt fyrir það segir Matvælastofnun að ekki þurfi að óttast þó nautasteikur eða lambakjöt sé ekki gegnumsteikt. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Annað gildi þó um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti. „Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa STEC og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ útskýrir Matvælastofnun sem ráðleggur fólki að hafa þrennt í huga áður en hamborgarar eru bornir fram:Að borgarinn sé gegnumheitur (Ath. setjið ostinn ekki of snemma á kjötið)Ef borgarinn er skorinn í miðju á ekki að sjást í bleikt kjötAð safi sem rennur úr kjötin sé tær
E.coli á Efstadal II Matur Tengdar fréttir Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11