Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 07:30 Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum, sér í lagi vegna komu Norrænu til bæjarins. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn jarðgöng verði boðin út samtímis til að tryggja að hringtenging Austfjarða með jarðgöngum verði að veruleika í framtíðinni. Starfshópur um jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi leggur til að byrjað verði á að grafa undir Fjarðarheiði og með því tengja Seyðisfjörð upp á Hérað. Samkvæmt úttekt KPMG eru mestu áhrifin, bæði fyrir samfélagið á Austurlandi öllu og á Seyðisfirði, af því að hringtenging komist á, það er að bæði verið gerð göng undir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og að Norðfjörður og Seyðisfjörður verði tengdir tvennum göngum um Mjóafjörð. Hins vegar leggur starfshópurinn ekki til að það verði gert heldur aðeins að farið verði í framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng. Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, segir gríðarlega mikilvægt að hringtenging komist á.Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs FjarðabyggðarMeð hringtengingu verður Austurland að einu atvinnusvæði sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þar með yrði svæðið sterkara og betur í stakk búið að takast á við þau verkefni sem krafist er af nútímasveitarfélögum.“ Hjalti Jóhannesson, landfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, hefur rannsakað samgöngubætur og áhrif þeirra um áratuga skeið. Hann telur vissulega að hringtenging myndi breyta gríðarlega miklu fyrir Austurland í heild en telur að fyrst um sinn sé gott að byrja á að tengja Seyðisfjörð við Hérað. „Það er ljóst að hringtenging Austfjarða mun vera kostnaðarsöm framkvæmd og því eðlilegt að taka þetta í einhvers konar skrefum. Því er skiljanlegt að farið sé í eina framkvæmd í einu og þá rétt hjá starfshópnum að byrja á því að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir Hjalti. Með því að fara leið starfshópsins er því ekki loku fyrir það skotið að hægt verði í framtíðinni að klára umrædda hringtengingu, svo fremi sem í það fáist fjármagn frá ríkinu. Samgönguráðherra hefur velt upp þeirri hugmynd að jafnframt verði krafist veggjalda af vegfarendum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Tengdar fréttir Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. 14. ágúst 2019 14:15