Leiðir til að deyja úr hlátri Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Hlátur hefur verið tengdur við góða heilsu og virðist almennt gera okkur gott. NORDICPHOTOS/GETTY Það er fátt betra en að hlæja og hlátur á að vera besta meðalið. En mörg meðul verða hættuleg í of stórum skammti og geta jafnvel valdið dauða. Hlátur getur valdið álagi á líkamann og stundum líður fólki eins og það sé að kafna úr hlátri. Við tölum líka oft um að deyja úr hlátri, en er það virkilega hægt? Vefurinn Gizmodo kannaði málið með því að spyrja þrjá bandaríska læknaHlátur virðist tengdur góðri heilsu Gizmodo leitaði fyrst til Jorge Antonio Gutierrez, aðstoðarprófessors við hjartalækningadeild Duke-læknaskólans í Norður-Karólínu. Hann segir að stutta svarið sé einfaldlega nei, en að hláturinn geti valdið þrýstingi í æðakerfinu sem geti komið af stað kvillum sem hefðu hvort sem er komið fram fyrr eða síðar. Þannig getur hlátur kannski komið af stað kvillum hjá þeim sem eru veikir fyrir, en það er ekki hláturinn sem veldur þeim. Hann bendir hins vegar á að hlátur virðist hafa áhrif á heilsu. Í nýlegri rannsókn sem var birt í ritrýndu læknatímariti og náði til 17 þúsund þátttakenda var komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem hlæja minna væru líklegri til að deyja og að þeir væru í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Gutierrez segist þó vita um eitt dæmi um manneskju sem dó hlæjandi. Það var fimmtug kona sem var á geðklofalyfjum sem ollu óreglulegum hjartslætti. Henni var ráðlagt að hætta á lyfjunum vegna þessarar aukaverkunar en hún fylgdi þeim ráðum ekki. Einn daginn heyrði hún brandara sem fékk hana til að hlæja stanslaust í tvær eða þrjár mínútur, en þá féll hún í yfirlið og lést.Hlátur getur verið yfirbugandi og stundum líður fólki eins og það sé hreinlega að kafna úr hlátri.Möguleg köfnunarhætta Næst var rætt við Dana Abendschein, aðstoðarprófessor í læknisfræði, frumulíffræði og lífeðlisfræði við Washington-læknaháskólann í St. Louis í Missouri. Hann er ekki alveg jafn bjartsýnn og Gutierrez og sér fyrir sér tvær leiðir til að deyja úr hlátri. Sú fyrri er ef hláturinn veldur viðvarandi raddbandakrampa, sem getur hindrað flæði súrefnis í lungun og hugsanlega valdið því að hjartað fái ekki nægt súrefni, sem getur valdið banvænum hjartsláttartruflunum. Ef viðkomandi fengi ekki fyrstu hjálp og stuð frá hjartastuðtæki umsvifalaust væri hægt að deyja úr hlátri. Annar möguleiki er ef einhver væri að borða á sama tíma og hann færi að hlæja og myndi anda að sér mat og kafna á honum. Þá væri samt vitaskuld mögulega hægt að bjarga viðkomandi með Heimlich-aðferðinni.Það er oft sagt að hlátur sé besta meðalið en sum meðul eru óholl í miklu magni.Þarft að vera veikur fyrir Að lokum var rætt við Ronald L. Dalman, prófessor í skurðlækningum við Stanford-háskóla. Hann telur hlátur ekki líklega dánarorsök, sérstaklega ekki hjá einstaklingi sem er heilbrigður. Hann segir þó að til séu einstaklingar með ákveðna erfðagalla sem geti mögulega fengið heilablóðfall ef blóðþrýstingur þeirra rís verulega við álag eða þegar þeir halda niðri í sér andanum. Hann segir að þetta gæti gerst við mjög mikinn hlátur. Dalman segir að mikill hlátur gæti líka mögulega sprengt fyrirliggjandi æðagúlp, sérstaklega ákveðnar gerðir af æðagúlp, ef hann er nógu slæmur. Þetta rímar við það sem Gutierrez talaði um, að mikill hlátur gæti mögulega valdið álagi á æðakerfið sem kæmi af stað kvillum sem hefðu hvort sem er komið fram. Hann segir að það sé mjög erfitt að segja til um hvað sprengi æðagúlp, því að þar séu margir áhrifaþættir. Síðast en ekki síst nefnir hann að það sé hugsanlega hægt að valda skemmdum á ósæðarvegg með mjög miklum hlátri, sérstaklega ef maður er með langvinnan háþrýsting eða ákveðna erfðagalla sem veikja æðaveggi. Slíkar skemmdir geta mögulega leitt til dauða, segir Dalman. Þannig að það er svo sannarlega ekki auðvelt fyrir heilbrigðan einstakling að deyja úr hlátri, en mjög kröftugur og mikill hlátur gæti hugsanlega komið viðkvæmu kerfi úr jafnvægi hjá þeim sem eru veikir fyrir. Allt er mögulegt og það þarf stundum ekki mikið til að slá líkamann út af laginu. En það eru líklega fáar leiðir betri til að fara en að deyja úr hlátri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Það er fátt betra en að hlæja og hlátur á að vera besta meðalið. En mörg meðul verða hættuleg í of stórum skammti og geta jafnvel valdið dauða. Hlátur getur valdið álagi á líkamann og stundum líður fólki eins og það sé að kafna úr hlátri. Við tölum líka oft um að deyja úr hlátri, en er það virkilega hægt? Vefurinn Gizmodo kannaði málið með því að spyrja þrjá bandaríska læknaHlátur virðist tengdur góðri heilsu Gizmodo leitaði fyrst til Jorge Antonio Gutierrez, aðstoðarprófessors við hjartalækningadeild Duke-læknaskólans í Norður-Karólínu. Hann segir að stutta svarið sé einfaldlega nei, en að hláturinn geti valdið þrýstingi í æðakerfinu sem geti komið af stað kvillum sem hefðu hvort sem er komið fram fyrr eða síðar. Þannig getur hlátur kannski komið af stað kvillum hjá þeim sem eru veikir fyrir, en það er ekki hláturinn sem veldur þeim. Hann bendir hins vegar á að hlátur virðist hafa áhrif á heilsu. Í nýlegri rannsókn sem var birt í ritrýndu læknatímariti og náði til 17 þúsund þátttakenda var komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem hlæja minna væru líklegri til að deyja og að þeir væru í aukinni hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Gutierrez segist þó vita um eitt dæmi um manneskju sem dó hlæjandi. Það var fimmtug kona sem var á geðklofalyfjum sem ollu óreglulegum hjartslætti. Henni var ráðlagt að hætta á lyfjunum vegna þessarar aukaverkunar en hún fylgdi þeim ráðum ekki. Einn daginn heyrði hún brandara sem fékk hana til að hlæja stanslaust í tvær eða þrjár mínútur, en þá féll hún í yfirlið og lést.Hlátur getur verið yfirbugandi og stundum líður fólki eins og það sé hreinlega að kafna úr hlátri.Möguleg köfnunarhætta Næst var rætt við Dana Abendschein, aðstoðarprófessor í læknisfræði, frumulíffræði og lífeðlisfræði við Washington-læknaháskólann í St. Louis í Missouri. Hann er ekki alveg jafn bjartsýnn og Gutierrez og sér fyrir sér tvær leiðir til að deyja úr hlátri. Sú fyrri er ef hláturinn veldur viðvarandi raddbandakrampa, sem getur hindrað flæði súrefnis í lungun og hugsanlega valdið því að hjartað fái ekki nægt súrefni, sem getur valdið banvænum hjartsláttartruflunum. Ef viðkomandi fengi ekki fyrstu hjálp og stuð frá hjartastuðtæki umsvifalaust væri hægt að deyja úr hlátri. Annar möguleiki er ef einhver væri að borða á sama tíma og hann færi að hlæja og myndi anda að sér mat og kafna á honum. Þá væri samt vitaskuld mögulega hægt að bjarga viðkomandi með Heimlich-aðferðinni.Það er oft sagt að hlátur sé besta meðalið en sum meðul eru óholl í miklu magni.Þarft að vera veikur fyrir Að lokum var rætt við Ronald L. Dalman, prófessor í skurðlækningum við Stanford-háskóla. Hann telur hlátur ekki líklega dánarorsök, sérstaklega ekki hjá einstaklingi sem er heilbrigður. Hann segir þó að til séu einstaklingar með ákveðna erfðagalla sem geti mögulega fengið heilablóðfall ef blóðþrýstingur þeirra rís verulega við álag eða þegar þeir halda niðri í sér andanum. Hann segir að þetta gæti gerst við mjög mikinn hlátur. Dalman segir að mikill hlátur gæti líka mögulega sprengt fyrirliggjandi æðagúlp, sérstaklega ákveðnar gerðir af æðagúlp, ef hann er nógu slæmur. Þetta rímar við það sem Gutierrez talaði um, að mikill hlátur gæti mögulega valdið álagi á æðakerfið sem kæmi af stað kvillum sem hefðu hvort sem er komið fram. Hann segir að það sé mjög erfitt að segja til um hvað sprengi æðagúlp, því að þar séu margir áhrifaþættir. Síðast en ekki síst nefnir hann að það sé hugsanlega hægt að valda skemmdum á ósæðarvegg með mjög miklum hlátri, sérstaklega ef maður er með langvinnan háþrýsting eða ákveðna erfðagalla sem veikja æðaveggi. Slíkar skemmdir geta mögulega leitt til dauða, segir Dalman. Þannig að það er svo sannarlega ekki auðvelt fyrir heilbrigðan einstakling að deyja úr hlátri, en mjög kröftugur og mikill hlátur gæti hugsanlega komið viðkvæmu kerfi úr jafnvægi hjá þeim sem eru veikir fyrir. Allt er mögulegt og það þarf stundum ekki mikið til að slá líkamann út af laginu. En það eru líklega fáar leiðir betri til að fara en að deyja úr hlátri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira