Salan í Evrópu fallið um 7,9 prósent fyrri hluta árs Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Frá einni af þýsku hraðbrautunum. Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent