Veiðivötn komin í 18.415 fiska Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2019 13:00 Það er hægt að veiða vel síðustu dagana í Veiðivötnum Mynd: Atli Bergman FB Veiði hefur aðeins dalað í Veiðivötnum síðustu daga og er helsta skýringin fólgin í því að nokkur vötn hafa hitnað nokkuð mikið sem ýtir fiskinum út í meira dýpi. Heildarveiðin í Veiðivötnum var komin í 18.415 fiska þegar síðustu tölur voru settar á vefinn sem telst ágætt miðað við að aðstæður hafa suma daga verið nokkuð erfiðar. Mikil sól og heitir dagar í sumar gerðu urriðaveiðina oft erfiða en bleikjan aftur á móti verið ansi tökuglöð í sumum vötnum og til að mynda í Snjóölduvatni eru komnar 5.294 bleikjur á land. Þær eru kannski ekki mjög stórar en meðalþyngdin er rétt rúmlega pund sem er fínn matfiskur. Snjóölduvatn hefur gefið mestu veiðina með 5.393 fiska og Litlisjór þar næstur með 3.754 fiska en þar veiðist aðeins urriði. Stærsti fiskurinn er 13.2 pund úr Hraunvötnum sem veiddist fyrstu dagana. Til samanburðar var heildarveiðin 2018 20.593 fiskar svo miðað við taktinn í veiðinni núna er líklegt að árið í veiddum fiskum á stöng verði ekkert langt frá árinu í fyrra. Veiðin við lok tímabilsins er ekkert verri en á öðrum tímum það þarf bara aðeins meiri lagni og reynslu til að ná fiski. Þeir sem þekkja vötnin vel gera ekkert síðri veiði þarna í blálokin heldur en við opnun. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Veiði hefur aðeins dalað í Veiðivötnum síðustu daga og er helsta skýringin fólgin í því að nokkur vötn hafa hitnað nokkuð mikið sem ýtir fiskinum út í meira dýpi. Heildarveiðin í Veiðivötnum var komin í 18.415 fiska þegar síðustu tölur voru settar á vefinn sem telst ágætt miðað við að aðstæður hafa suma daga verið nokkuð erfiðar. Mikil sól og heitir dagar í sumar gerðu urriðaveiðina oft erfiða en bleikjan aftur á móti verið ansi tökuglöð í sumum vötnum og til að mynda í Snjóölduvatni eru komnar 5.294 bleikjur á land. Þær eru kannski ekki mjög stórar en meðalþyngdin er rétt rúmlega pund sem er fínn matfiskur. Snjóölduvatn hefur gefið mestu veiðina með 5.393 fiska og Litlisjór þar næstur með 3.754 fiska en þar veiðist aðeins urriði. Stærsti fiskurinn er 13.2 pund úr Hraunvötnum sem veiddist fyrstu dagana. Til samanburðar var heildarveiðin 2018 20.593 fiskar svo miðað við taktinn í veiðinni núna er líklegt að árið í veiddum fiskum á stöng verði ekkert langt frá árinu í fyrra. Veiðin við lok tímabilsins er ekkert verri en á öðrum tímum það þarf bara aðeins meiri lagni og reynslu til að ná fiski. Þeir sem þekkja vötnin vel gera ekkert síðri veiði þarna í blálokin heldur en við opnun.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði