Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2019 19:15 Magdalena Hansen eigandi Tantra Temple á Íslandi segir algengan misskiling að tantranudd sé kynlífsþjónusta. Getti „Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. Makamál mæltu sér mót við Magdalenu í húsnæði Tantra Temple og fengu að forvitnast um starfsemina og fá ýtarlegar útskýringar á því hvað tantranudd raunverulega er. Tantra temple var stofnað árið 2010 af Tantra Temple Danmark ásamt Magdalenu og Ulric Lyshoj. Í Tantra Temple á Íslandi er boðið upp á fyrirlestra, námskeið og tantranudd. Magdalena tekur á móti mér í húsnæði Tantra Temple og er andrúmsloftið mjög afslappað og róandi. Kveikt er á kertum og austurlensk jógatónlist hljómar í bakgrunni. Magdalena heilsar mér innilega og fagnar því að ég vilji fræðast um Tantra. Hún býður mér sæti og kemur með rjúkandi heitt te og súkkulaði á borðið. „Jæja, hvað veistu um Tantra?“ Þetta er það fyrsta sem hún spyr mig að þegar við setjumst niður. Ég játaði fyrir henni að það litla sem að ég vissi um Tantra væri það sem ég sá í sjónvarpsþættinum Tantra með Guðjóni Bergmann sem sýndur var á Skjá Einum um aldamótin. Hún glottir og segir: „Auðvitað, bara eins og allir hinir Íslendingarnir!“ Magdalena er með einstaklega vingjarnlegt viðmót og góða nærveru. Mér leið strax vel og fann að ég gat verið óhrædd við að spyrja um allt. Magdalena er dönsk og menntaður hjúkrunarfræðingur. Árið 2007 ákvað hún svo að flytja til Íslands og stofna Tantra Temple. Þetta byrjaði allt með því að við vorum vinahópur í Kaupmannahöfn sem fórum að læra tantrafræði og grúska í þessum málum. Ein af okkur hafði mikinn áhuga á því að fræðast um tantranudd og hún fór erlendis til þess að kynna sér það nánar. Þegar hún svo kom heim fæddist sú hugmynd að gera þetta að vinnunni okkar. Okkur langaði að leyfa fólki að upplifa þessa sterku upplifun sem tantranudd getur veitt. Vinkona mín kenndi mér grunninn í tantranuddi en saman þróuðum við það meira með árunum. Það var svo árið 2006 að við stofnuðum Tantra Temple í Danmörku. Magdalena segist alltaf reyna að hafa einhverja starfsmenn í starfsþjálfun, þar sem kröfurnar til að verða tantranuddari séu mjög miklar. Hún leggur ríka áherslu á það að útskýra fyrir mér að það megi alls ekki hver sem er nudda heldur verðir þú bæði að vera búin að fara á tiltekin námskeið og eyða tíma í starfsþjálfun.Allir þurfa að vera búnir að fara á tiltekið tantranuddsnámskeið sem haldið er í Danmörku. Auk þess þarftu svo að hafa ákveðna starfsreynslu til að öðlast þá færni sem þarf í nuddið. Ég ákvað að koma mér hreint að efninu og spyrja um fílinn í herberginu, því það litla sem ég hafði heyrt um tantranudd var það að fólk tengdi það við einhverskonar kynlífsþjónustu. Ég varð pínulítið stressuð um að hún myndi móðgast yfir spurningu minni en hún virtist alls ekki koma henni úr jafnvægi.Nú eru margir sem tengja tantranudd við einhverns konar kynlífsþjónustu, er einhver fótur fyrir þvi?„Gott að þú minnist á þetta því að þetta er einn stærsti misskilningurinn varðandi tantranudd. Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta. Við fáum oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir kynlífsþjónustu, aðallega frá karlmönnum. Við svörum að sjálfsögðu öllum og þegar við útskýrum fyrir fólki hvað tantranudd snýst um er það yfirleitt fljótt að bakka ef tilgangurinn var að leita eftir kynlífi.Tantranudd er fyrst og fremst andleg upplifun en á sama tíma mjög munúðarfullt nudd. Nuddþeginn er nakinn í nuddinu og er snertingin nautnafull. Tantranudd er heilunarnudd með áherslu á andlega upplifun og endar í engum tilvikum í samförum.GettyMagdalena segir að nuddið snúist meðal annars um að vinna með erótíska næmni út um allan líkamann sem á að auka vitund fólks um að erótísk tilfinning eða örvun þurfi alls ekki að vera bundin við kynfærin. Að gera allan líkamann næmnari segir hún vera eitt helsta markiðið ásamt því að auka orku og ná stjórn á örvuninni. Allir þurfa að fara í viðtal Ég spyr Magdalenu út í þessa miklu nánd sem er á milli nuddara og nuddþega og hvort að það myndist aldrei óþægilegar aðstæður eða að mörkin geti orðið óljós meðan á nuddinu stendur. Magdalena segir þetta vera mjög skiljanlegar hugleiðingar og til þess að varast allan misskiling þá séu þau með skýra starfsreglu til að forðast þessar aðstæður.Áður en þú kemur í nuddið þá fá allir samtal við nuddarann þar sem farið er yfir allt það sem er að fara að gerast. Öll mörk eru gerð skýr og fólk getur alltaf látið vita ef það vill draga úr nándinni eða ef því finnst eitthvað óþægilegt. Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það er verið að vinna með nánd og mikla snertingu án þess að það leiði til neinna kynferðislegra athafna. Fólk getur fundið fyrir örvun en það er líka eitt af markmiðum nuddsins. Að læra að finna fyrir örvuninni í öllum líkamanum og anda sig í gegnum hana.GettyLenda nuddararnir einhvern tíma í áreiti? Það er afar sjaldgjæft að nuddarar frá okkur lendi í einhverju áreiti því að við leggjum svo mikla áherslu á það að sía fólk út sem er ekki að koma á réttum forsendum. Ef fólk er í öðrum hugleiðingum þá kemur það í ljós í viðtalinu fyrir tímann.Kúnnarnir að stórum hluta karlmenn Karlmenn eru í stórum hluta þeirra sem sækjast eftir tantranuddi og segir Magdalena það í sjálfu sér ekki koma á óvart þó svo að hún vilji endilega sjá fleiri konur sækja nuddið. Hún segir kynorku karla og kvenna svo gjörólíka og að það sé margt sem karlmenn geti lært í tantranuddi sem er þeim ekki eins líffræðilega eðlislægt. Magdalega er aðeins hugsi en bendir svo á kertið á borðinu.Sjáðu eldinn þarna? Það má líkja honum við kynorku karlmanna. Þú kveikir og eldurinn logar. Svo slekkur þú og hann er farinn. Búmm! Skoðaðu svo teið þitt. Vatnið er meira eins og kynorka kvenna. Það tekur tíma að hita það upp, svo fer að sjóða. Þegar þú svo slekkur undir þá verður vatnið ekki kalt strax, það tekur vatnið tíma til að kólna. Svo að þú sérð að þetta passar ekkert alltaf saman. Konur eru oft varla orðnar heitar þegar karlmaðurinn er búinn að að kveikja, slökkva og rúlla sér á hina hliðina. Í tantranuddi nær karlmaðurinn miklu meiri stjórn á þessari orku svo að þetta hefur gríðarlega góð áhrif á kynlíf para. Karlmaðurinn nær að fresta fullnægingunni sjálfri og nær því að upplifa fullnægingarástandið miklu lengur. Magdalena stendur upp og nær í tússtölfu, henni er mjög mikið í mun um að ég skilji þetta þannig að hún fer út í grafískar útskýringar á kynhvöt og kynorku karla. Hún segir þetta vera það sem fólk almennt hafi ekki hugmynd um.Fullnæging karla og sáðlát eru tveir aðskildir hlutir, stjórnað af mismunandi hlutum heilans. Tilgangur sáðláts er að fjölga mannkyninu og þarf alls ekki að vera tengt fullnægingunni sjálfri eða kynlífi. Þegar karlmenn ná að læra að hafa stjórn á þessu geta þeir auðveldlega fengið fullnægingu án sáðláts og upplifað raðfullnægingar á sama hátt og kvenfólk. Ég fann að þeir fordómar sem ég hafði fyrir viðtalið voru að hverfa og gæti hafa ég setið miklu lengur og rætt þessi mál við Magdalenu. En þegar ég leit á klukkuna var allt í einu liðinn rúmur klukkutími og ég orðin margs vísari um tantranudd og tilgang þess. Ég finn samt að ég var ennþá forvitin og kannski aðeins skeptísk á það hvernig upplifun þetta raunverulega væri. Mig langaði að heyra í fólki sem hefur farið í nuddið og upplifað þetta sjálft. Magdalena bauð mér þá að finna par sem hefði ekki komið áður og leyfa því að prófa að upplifa nuddið. Ég kvaddi Magdalenu og fór strax í það að reyna að finna par sem hefði áhuga á því að prófa. Það tók smá tíma en að lokum fann ég þau. Þau fóru bæði í nuddið vikuna eftir og svo fékk ég að hitta þau nokkrum dögum síðar og heyra allt um upplifun þeirra. Lesa má viðtalið við parið hér. Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins Makamál Viltu gifast Birnir? Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. Makamál mæltu sér mót við Magdalenu í húsnæði Tantra Temple og fengu að forvitnast um starfsemina og fá ýtarlegar útskýringar á því hvað tantranudd raunverulega er. Tantra temple var stofnað árið 2010 af Tantra Temple Danmark ásamt Magdalenu og Ulric Lyshoj. Í Tantra Temple á Íslandi er boðið upp á fyrirlestra, námskeið og tantranudd. Magdalena tekur á móti mér í húsnæði Tantra Temple og er andrúmsloftið mjög afslappað og róandi. Kveikt er á kertum og austurlensk jógatónlist hljómar í bakgrunni. Magdalena heilsar mér innilega og fagnar því að ég vilji fræðast um Tantra. Hún býður mér sæti og kemur með rjúkandi heitt te og súkkulaði á borðið. „Jæja, hvað veistu um Tantra?“ Þetta er það fyrsta sem hún spyr mig að þegar við setjumst niður. Ég játaði fyrir henni að það litla sem að ég vissi um Tantra væri það sem ég sá í sjónvarpsþættinum Tantra með Guðjóni Bergmann sem sýndur var á Skjá Einum um aldamótin. Hún glottir og segir: „Auðvitað, bara eins og allir hinir Íslendingarnir!“ Magdalena er með einstaklega vingjarnlegt viðmót og góða nærveru. Mér leið strax vel og fann að ég gat verið óhrædd við að spyrja um allt. Magdalena er dönsk og menntaður hjúkrunarfræðingur. Árið 2007 ákvað hún svo að flytja til Íslands og stofna Tantra Temple. Þetta byrjaði allt með því að við vorum vinahópur í Kaupmannahöfn sem fórum að læra tantrafræði og grúska í þessum málum. Ein af okkur hafði mikinn áhuga á því að fræðast um tantranudd og hún fór erlendis til þess að kynna sér það nánar. Þegar hún svo kom heim fæddist sú hugmynd að gera þetta að vinnunni okkar. Okkur langaði að leyfa fólki að upplifa þessa sterku upplifun sem tantranudd getur veitt. Vinkona mín kenndi mér grunninn í tantranuddi en saman þróuðum við það meira með árunum. Það var svo árið 2006 að við stofnuðum Tantra Temple í Danmörku. Magdalena segist alltaf reyna að hafa einhverja starfsmenn í starfsþjálfun, þar sem kröfurnar til að verða tantranuddari séu mjög miklar. Hún leggur ríka áherslu á það að útskýra fyrir mér að það megi alls ekki hver sem er nudda heldur verðir þú bæði að vera búin að fara á tiltekin námskeið og eyða tíma í starfsþjálfun.Allir þurfa að vera búnir að fara á tiltekið tantranuddsnámskeið sem haldið er í Danmörku. Auk þess þarftu svo að hafa ákveðna starfsreynslu til að öðlast þá færni sem þarf í nuddið. Ég ákvað að koma mér hreint að efninu og spyrja um fílinn í herberginu, því það litla sem ég hafði heyrt um tantranudd var það að fólk tengdi það við einhverskonar kynlífsþjónustu. Ég varð pínulítið stressuð um að hún myndi móðgast yfir spurningu minni en hún virtist alls ekki koma henni úr jafnvægi.Nú eru margir sem tengja tantranudd við einhverns konar kynlífsþjónustu, er einhver fótur fyrir þvi?„Gott að þú minnist á þetta því að þetta er einn stærsti misskilningurinn varðandi tantranudd. Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta. Við fáum oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir kynlífsþjónustu, aðallega frá karlmönnum. Við svörum að sjálfsögðu öllum og þegar við útskýrum fyrir fólki hvað tantranudd snýst um er það yfirleitt fljótt að bakka ef tilgangurinn var að leita eftir kynlífi.Tantranudd er fyrst og fremst andleg upplifun en á sama tíma mjög munúðarfullt nudd. Nuddþeginn er nakinn í nuddinu og er snertingin nautnafull. Tantranudd er heilunarnudd með áherslu á andlega upplifun og endar í engum tilvikum í samförum.GettyMagdalena segir að nuddið snúist meðal annars um að vinna með erótíska næmni út um allan líkamann sem á að auka vitund fólks um að erótísk tilfinning eða örvun þurfi alls ekki að vera bundin við kynfærin. Að gera allan líkamann næmnari segir hún vera eitt helsta markiðið ásamt því að auka orku og ná stjórn á örvuninni. Allir þurfa að fara í viðtal Ég spyr Magdalenu út í þessa miklu nánd sem er á milli nuddara og nuddþega og hvort að það myndist aldrei óþægilegar aðstæður eða að mörkin geti orðið óljós meðan á nuddinu stendur. Magdalena segir þetta vera mjög skiljanlegar hugleiðingar og til þess að varast allan misskiling þá séu þau með skýra starfsreglu til að forðast þessar aðstæður.Áður en þú kemur í nuddið þá fá allir samtal við nuddarann þar sem farið er yfir allt það sem er að fara að gerast. Öll mörk eru gerð skýr og fólk getur alltaf látið vita ef það vill draga úr nándinni eða ef því finnst eitthvað óþægilegt. Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það er verið að vinna með nánd og mikla snertingu án þess að það leiði til neinna kynferðislegra athafna. Fólk getur fundið fyrir örvun en það er líka eitt af markmiðum nuddsins. Að læra að finna fyrir örvuninni í öllum líkamanum og anda sig í gegnum hana.GettyLenda nuddararnir einhvern tíma í áreiti? Það er afar sjaldgjæft að nuddarar frá okkur lendi í einhverju áreiti því að við leggjum svo mikla áherslu á það að sía fólk út sem er ekki að koma á réttum forsendum. Ef fólk er í öðrum hugleiðingum þá kemur það í ljós í viðtalinu fyrir tímann.Kúnnarnir að stórum hluta karlmenn Karlmenn eru í stórum hluta þeirra sem sækjast eftir tantranuddi og segir Magdalena það í sjálfu sér ekki koma á óvart þó svo að hún vilji endilega sjá fleiri konur sækja nuddið. Hún segir kynorku karla og kvenna svo gjörólíka og að það sé margt sem karlmenn geti lært í tantranuddi sem er þeim ekki eins líffræðilega eðlislægt. Magdalega er aðeins hugsi en bendir svo á kertið á borðinu.Sjáðu eldinn þarna? Það má líkja honum við kynorku karlmanna. Þú kveikir og eldurinn logar. Svo slekkur þú og hann er farinn. Búmm! Skoðaðu svo teið þitt. Vatnið er meira eins og kynorka kvenna. Það tekur tíma að hita það upp, svo fer að sjóða. Þegar þú svo slekkur undir þá verður vatnið ekki kalt strax, það tekur vatnið tíma til að kólna. Svo að þú sérð að þetta passar ekkert alltaf saman. Konur eru oft varla orðnar heitar þegar karlmaðurinn er búinn að að kveikja, slökkva og rúlla sér á hina hliðina. Í tantranuddi nær karlmaðurinn miklu meiri stjórn á þessari orku svo að þetta hefur gríðarlega góð áhrif á kynlíf para. Karlmaðurinn nær að fresta fullnægingunni sjálfri og nær því að upplifa fullnægingarástandið miklu lengur. Magdalena stendur upp og nær í tússtölfu, henni er mjög mikið í mun um að ég skilji þetta þannig að hún fer út í grafískar útskýringar á kynhvöt og kynorku karla. Hún segir þetta vera það sem fólk almennt hafi ekki hugmynd um.Fullnæging karla og sáðlát eru tveir aðskildir hlutir, stjórnað af mismunandi hlutum heilans. Tilgangur sáðláts er að fjölga mannkyninu og þarf alls ekki að vera tengt fullnægingunni sjálfri eða kynlífi. Þegar karlmenn ná að læra að hafa stjórn á þessu geta þeir auðveldlega fengið fullnægingu án sáðláts og upplifað raðfullnægingar á sama hátt og kvenfólk. Ég fann að þeir fordómar sem ég hafði fyrir viðtalið voru að hverfa og gæti hafa ég setið miklu lengur og rætt þessi mál við Magdalenu. En þegar ég leit á klukkuna var allt í einu liðinn rúmur klukkutími og ég orðin margs vísari um tantranudd og tilgang þess. Ég finn samt að ég var ennþá forvitin og kannski aðeins skeptísk á það hvernig upplifun þetta raunverulega væri. Mig langaði að heyra í fólki sem hefur farið í nuddið og upplifað þetta sjálft. Magdalena bauð mér þá að finna par sem hefði ekki komið áður og leyfa því að prófa að upplifa nuddið. Ég kvaddi Magdalenu og fór strax í það að reyna að finna par sem hefði áhuga á því að prófa. Það tók smá tíma en að lokum fann ég þau. Þau fóru bæði í nuddið vikuna eftir og svo fékk ég að hitta þau nokkrum dögum síðar og heyra allt um upplifun þeirra. Lesa má viðtalið við parið hér.
Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins Makamál Viltu gifast Birnir? Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira