Konur öflugar í maraþoni Elín Albertsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 09:00 Konur eru farnar að stunda hlaup í auknum mæli og eru orðnar fleiri en karlar í maraþonhlaupum um víða veröld. Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. Þátttakendurnir í rannsókninni voru 107,9 milljónir hlaupara frá ólíkum löndum úr 70 þúsund hlaupum frá árinu 1986-2019. Í ljós kom að norskar konur eru fljótari að hlaupa maraþon en bæði bandarískir og breskir karlar sem hafa dregi „Ég gæti trúað að ástæðan fyrir þessu sé hvatning sem íþróttafólk fær í Noregi. Í Noregi er meiri samkeppni en í Bandaríkjunum. Þar hleypur fólk sér til ánægju og meira á félagslegum nótum. Norðmenn eru hins vegar keppnisfólk,“ segir Jens Jakob Andersen, eigandi RunRepeat sem stendur á bak við rannsóknina. Miðillinn forskning?.?no birtir grein um rannsóknina auk allra helstu sportmiðla í heimi. Karlmenn frá Indlandi, Brasilíu, Suður-Kóreu, Japan, Malasíu, Nígeríu og Taílandi eru seinfærari en Norðmenn og Íslendingar. Samkvæmt rannsókninni eru fjórar þjóðir betri í maraþonhlaupum en Norðmenn. Spánverjar eru fljótustu hlaupararnir en á eftir þeim koma Svisslendingar, Hollendingar og Portúgalar. „Norðmenn eru yfirhöfuð miklir íþróttamenn. Við vitum ekki af hverju þeir eru svona góðir hlauparar en loftslagið gæti hjálpað til. Bestu hlaupaaðstæður eru í 10-12 stiga hita. Annars held ég að þetta sé kúltúrinn í landinu, Norðmenn hafa alltaf verið mjög góðir í íþróttum, til dæmis á Ólympíuleikum,“ segir Jens Jakob. Norðmenn eru langbestu hlauparar á Norðurlöndum. Svíar eru í 33. sæti og eru þeir verstir meðal Norðurlandaþjóða. Ísland er í 7. sæti en íslenskir hlauparar eru ekki langt á eftir Norðmönnum í maraþonhlaupi. Danir eru í 16. sæti og Finnar í 32. sæti. Rannsóknin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið um hlaup. Það var International Association of Athletics Federations (IAAF), hið danska RunRepeat og doktor Vania Nikolova sem unnu rannsóknina sem tók átta mánuði. Í fyrsta sinn í sögunni eru fleiri konur en menn í maraþonhlaupi. Þetta þykir afar athyglisvert en á Íslandi eru 58% þátttakenda konur, samkvæmt rannsókninni. Árið 2018 voru 50,24% þátttakenda konur á heimsvísu. Athygli vakti að í Sviss þar sem eru hröðustu kvenmaraþon í heimi er ekki mikil þátttaka kvenna eða aðeins 16%. Á sama tíma eru þátttakendur stöðugt að eldast og yngjast þannig að aldursbilið hefur breikkað. Árið 1986 var meðalaldur þátttakenda 35,2 ár en á síðasta ári var hann 39,3 ár. Þátttakendum hefur fækkað á heimsvísu um 13% frá metárinu 2016 þegar 9,1 milljón manna tók þátt í maraþoni. Í Belgíu hefur hlaupurum hins vegar fjölgað mikið.Nánar á runrepeat.com undir fyrirsögninni Marathon Statistics 2019 Worldwide. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar. Þátttakendurnir í rannsókninni voru 107,9 milljónir hlaupara frá ólíkum löndum úr 70 þúsund hlaupum frá árinu 1986-2019. Í ljós kom að norskar konur eru fljótari að hlaupa maraþon en bæði bandarískir og breskir karlar sem hafa dregi „Ég gæti trúað að ástæðan fyrir þessu sé hvatning sem íþróttafólk fær í Noregi. Í Noregi er meiri samkeppni en í Bandaríkjunum. Þar hleypur fólk sér til ánægju og meira á félagslegum nótum. Norðmenn eru hins vegar keppnisfólk,“ segir Jens Jakob Andersen, eigandi RunRepeat sem stendur á bak við rannsóknina. Miðillinn forskning?.?no birtir grein um rannsóknina auk allra helstu sportmiðla í heimi. Karlmenn frá Indlandi, Brasilíu, Suður-Kóreu, Japan, Malasíu, Nígeríu og Taílandi eru seinfærari en Norðmenn og Íslendingar. Samkvæmt rannsókninni eru fjórar þjóðir betri í maraþonhlaupum en Norðmenn. Spánverjar eru fljótustu hlaupararnir en á eftir þeim koma Svisslendingar, Hollendingar og Portúgalar. „Norðmenn eru yfirhöfuð miklir íþróttamenn. Við vitum ekki af hverju þeir eru svona góðir hlauparar en loftslagið gæti hjálpað til. Bestu hlaupaaðstæður eru í 10-12 stiga hita. Annars held ég að þetta sé kúltúrinn í landinu, Norðmenn hafa alltaf verið mjög góðir í íþróttum, til dæmis á Ólympíuleikum,“ segir Jens Jakob. Norðmenn eru langbestu hlauparar á Norðurlöndum. Svíar eru í 33. sæti og eru þeir verstir meðal Norðurlandaþjóða. Ísland er í 7. sæti en íslenskir hlauparar eru ekki langt á eftir Norðmönnum í maraþonhlaupi. Danir eru í 16. sæti og Finnar í 32. sæti. Rannsóknin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið um hlaup. Það var International Association of Athletics Federations (IAAF), hið danska RunRepeat og doktor Vania Nikolova sem unnu rannsóknina sem tók átta mánuði. Í fyrsta sinn í sögunni eru fleiri konur en menn í maraþonhlaupi. Þetta þykir afar athyglisvert en á Íslandi eru 58% þátttakenda konur, samkvæmt rannsókninni. Árið 2018 voru 50,24% þátttakenda konur á heimsvísu. Athygli vakti að í Sviss þar sem eru hröðustu kvenmaraþon í heimi er ekki mikil þátttaka kvenna eða aðeins 16%. Á sama tíma eru þátttakendur stöðugt að eldast og yngjast þannig að aldursbilið hefur breikkað. Árið 1986 var meðalaldur þátttakenda 35,2 ár en á síðasta ári var hann 39,3 ár. Þátttakendum hefur fækkað á heimsvísu um 13% frá metárinu 2016 þegar 9,1 milljón manna tók þátt í maraþoni. Í Belgíu hefur hlaupurum hins vegar fjölgað mikið.Nánar á runrepeat.com undir fyrirsögninni Marathon Statistics 2019 Worldwide.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira