Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 23:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra. Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra.
Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17