Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:13 Félag eldri borgara segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Vísir Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26