Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu?
Er það að vera ævintýragjarn og sérfróður um allar helstu stellingar og trikk eða er það að vera með sjálfstraustið í lagi og tjá sig um það sem manni finnst gott og hvað maður vill gera?
Eðli máli samkvæmt ætti ekki að vera neitt eitt svar rétt við þessari spurningu og ábyggilega eru þessi atriði hér að ofan allt mikilvægir þættir fyrir einhverja.
En líkamar okkar eru ólíkir og misjafnt hvað vekur upp örvun og losta hjá manneskjum. Væntingar okkar og langanir eru einnig mjög misjafnar og það ætti því að vera ómögulegt að tilgreina eitthvað eitt sem gerir okkur góða bólfélaga.
Eða hvað?
Það sem vakti athygli var eiginleiki sem tæplega 4000 einstaklingar voru sammála um. Það var ekki að sofa hjá manneskju með mikla reynslu eða manneskju sem býr yfir einstaklega mikilli tækni í bólfimi, ef svo má að orði komast.
Heldur það að sofa hjá manneskju sem þú finnur að þráir að sofa hjá þér og það að finna fyrir eldmóð og ákafa manneskjunar væri það mikilvægasta til að upplifa gott kynlíf.
Góðir bólfélagar eru sem sagt þeir sem sýna eldmóð og þránna til að stunda kynlíf með þér. Þetta var stærsti samnefnarinn og átti við bæði um konur og karla.
Út frá þessu má kannski draga þá ályktun að umfram alla aðra eiginleika þá viljum við finna fyrir þrá?
Ef þú virkilega þráir manneskjuna sem þú ert að stunda kynlíf með, gerðu þá allt sem þú getur til að láta hana finna fyrir því.
Með orðum, leikjum, ástríðu og umfram allt sýndu henni athygli og áhuga.
Til ofureinföldunar mætti kannski segja að lykillinn að góðu kynlífi sé sá að vera að stunda kynlíf með manneskju sem þú virkilega þráir.
Og ennþá mikilvægara, láta hana upplifa það.