95 sm lax í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2019 09:22 Björn og 95 sm laxinn. Mynd: Ásgeir Heiðar Það hefur vakið nokkra athygli að sjá hversu mikið af stórlaxi er að veiðast í Elliðaánum þetta sumarið en einn slíkur veiddist í gær. Allir veiðimenn samfagna því þegar svona fallegur lax veiðist og fær að fara aftur í ánna eftir myndatöku og við hjá Veiðivísi óskum veiðimanninum sem er Björn Einar Björnsson til lukku með þennan glæsilega lax sem var mældur 95 sm.Það hafa sést fleiri viðlíka laxar í ánni í sumar og einn af þeim sem þekkir þær líklega betur en nokkur annar, leiðsögumaðurinn Ásgeir Heiðar, hefur sett í einn slíkann í ánni og séð hann vel. Ásgeir taldi á sínum tíma að sá lax væri alveg klárlega um 100 sm og sagði að þetta væri líklega sá stærsti eða í það minnsta einn af þeim stærstu sem hann hafi séð í Elliðaánum. Sá lax hefur ekki ennþá verið landað en það hafa í það minnsta tveir tekist á við hann. Þess skal getið að laxinn hefur fengið viðurnefnið Moby Dick. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Það hefur vakið nokkra athygli að sjá hversu mikið af stórlaxi er að veiðast í Elliðaánum þetta sumarið en einn slíkur veiddist í gær. Allir veiðimenn samfagna því þegar svona fallegur lax veiðist og fær að fara aftur í ánna eftir myndatöku og við hjá Veiðivísi óskum veiðimanninum sem er Björn Einar Björnsson til lukku með þennan glæsilega lax sem var mældur 95 sm.Það hafa sést fleiri viðlíka laxar í ánni í sumar og einn af þeim sem þekkir þær líklega betur en nokkur annar, leiðsögumaðurinn Ásgeir Heiðar, hefur sett í einn slíkann í ánni og séð hann vel. Ásgeir taldi á sínum tíma að sá lax væri alveg klárlega um 100 sm og sagði að þetta væri líklega sá stærsti eða í það minnsta einn af þeim stærstu sem hann hafi séð í Elliðaánum. Sá lax hefur ekki ennþá verið landað en það hafa í það minnsta tveir tekist á við hann. Þess skal getið að laxinn hefur fengið viðurnefnið Moby Dick.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði