Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir flokkinn leggja áherslu á að vígvæðingu sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðarmannvirkjum. Aðsend Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa. Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, segir það vera ljóst að flokkurinn hafi alltaf verið mótfallinn aukinni vígvæðingu á þessu svæði. Í ályktun flokksráðsins sem samþykkt var í hádeginu var kallað eftir pólitískri og almennri umræðu um aukin hernaðarleg umsvif á Suðurnesjum. Flokksráðið áréttaði að aukin vígvæðing stuðlaði að meiri ófriði og hafi einnig í för með sér stórt kolefnisfótspor, sem væri olía á eld þeirrar ógnar sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga.Þingmenn sátu fyrir svörum á flokksráðsfundinum í morgun.AðsendHamfarahlýnun stærsta áskorunin „Okkar afstaða í þessum málum er sú að við leggjumst gegn allri vígvæðingu á norðurslóðum og höfum lagt mikla áherslu á það að þeim sé haldið utan við uppbyggingu á hernaðar- og varnarmannvirkjum. Það sama má auðvitað segja almennt um Norðurhöf þar sem við sjáum auðvitað mjög aukna umferð ýmiskonar farartækja sem eru í hernaðarlegum tilgangi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Loftslagsmálin og hamfarahlýnun af þeirra völdum voru einnig á dagskrá flokksráðsins og segir ráðið það vera brýnasta pólitíska verkefni samtímans að sporna við þeirri þróun og grípa til aðgerða. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu leiðarstefið í allri pólitískri stefnumótun Vinstri grænna samkvæmt ályktun flokksráðsins. Samhliða aðgerðum í loftslagsmálum ályktar flokksráðið að staðið verði vörð um velferð almennings og tryggt að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði ekki til þess að auka á ójöfnuð heldur verði það gert með skýrri forgangsröðun í þágu velsældar og breyttri hugsun í ríkisrekstri.Frá flokksráðsfundinum í Öræfum.AðsendBrýnt að ljúka breytingum á lögum um jarðakaup Meðal þess sem flokksráðið kemur inn á í ályktun sinni eru breytingar á lögum og reglum um jarða- og fasteignaviðskipti hér á landi. Það sé nauðsynlegt að heimildir séu til staðar til að takmarka eignarhald og stýra auðlindanýtingu. „Í því samhengi er nauðsynlegt að samþykkt verði ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá,“ segir í ályktuninni. Í ályktun flokksráðs var einnig fagnað langþráðri friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, sem hefur verið baráttumál Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs frá upphafi. Í gær tilkynntu ritari flokksins og varaformaður, þau Edward Huijbens og Elín Oddný Sigurðardóttir, að þau myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Það verður því breyting í forystu flokksins á komandi landsfundi í október. Flokksráðsfundi lýkur nú síðdegis með göngu um þjóðgarðinn í Skaftafelli undir leiðsögn staðkunnugra flokksráðsfulltrúa.
Jarðakaup útlendinga Loftslagsmál Norðurslóðir Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15