Maður verður að elta hjartað Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 30. ágúst 2019 06:30 Guðmundur Jónsson segist aldrei geta bara slakað á, heldur sé hann alltaf að gera tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson er best þekktur sem gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns, en hann hefur komið víða við á ferlinum, leikið með ólíkum sveitum og gefið út þrjár sólóplötur. Nú þegar Sálin er hætt fer mestallur tími Guðmundar í vinnuna og að sjá um fjölskylduna, en hann er langt í frá hættur í tónlistinni og telur að hann geti það líklega aldrei. Um þessar mundir er hann að gefa út plötu með sveitinni GG blús og þeir halda útgáfutónleika á Hard Rock í kvöld. Guðmundur segir að Sálin hafi ákveðið að kalla þetta gott á síðasta ári. „Okkur fannst vera komið nóg. Við áttum 30 ára afmæli í fyrra og okkur fannst það ágætis endapunktur á farsælu samstarfi,“ segir Gummi. „Ég á auðvitað eftir að sakna sveitarinnar, meira en helmingurinn af ævinni fór í hana, maður hefur verið vakinn og sofinn yfir þessu og það hefur gengið vel. En sumir hlutir taka bara enda. Við erum eins og og bræður og það situr ekkert eftir nema góðar minningar, fyrir utan auðvitað tónlistina sjálfa. Við erum allir fjölskyldumenn og flestir okkar eru að vinna „heiðarlega vinnu“, eins og maður segir, þannig að það tók engin tilvistarkreppa við,“ segir Gummi. „Þetta gerðist líka á nokkrum árum og kom ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vita hvort Sálin komi einhvern tímann saman aftur. „Maður á aldrei að segja aldrei, en það er ekkert áætlað.“Hugmyndir á færibandi En Gummi hætti ekki að spá í músík. „Núna er ég kominn á fullt með GG blús. Eins og gamla klisjan segir, þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Maður fær hugmyndir og finnur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir hann. Gummi hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina og gaf líka út sólóplöturnar Japl, Jaml og Fuður. Nýlega hefur hann spilað með þungarokkssveitinni Nykri en hann hefur einnig leikið með kántrísveitinni Vestanáttinni og nýbylgjusveitinni Trúboðunum, svo fátt eitt sé nefnt. Hann segist aldrei geta bara slakað á. „Ég er alltaf að gera tónlist,“ segir hann. „Hugmyndirnar koma á færibandi og það ber að sinna þeim.“Tveggja manna sveit varð til einn daginn Nýja sveitin, GG blús, er tveggja manna sveit, skipuð Gumma og Guðmundi Gunnlaugssyni. „Sveitin varð bara til upp úr þurru einn daginn árið 2017 þegar við vinirnir höfðum verið að hittast og djamma saman á hljóðfærin,“ segir Gummi. „Það var svo gaman að við ákváðum að reyna að komast upp með að vera bara tveir, gítar, trommur og söngur. Við erum að fara aftur í rætur rokksins og spilum blúsrokk. Við höfum báðir verið duglegir bakraddasöngvarar í gegnum tíðina, en núna syngjum við með okkar nefi,“ segir Gummi. „Fyrst spiluðum við ábreiður á knæpum bæjarins en fljótlega kom sú hugmynd að semja eitthvað fyrir sveitina og þá settum við saman plötu sem er að koma út þessa dagana og heitir Punch. Á plötunni eru sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður.“ Sjálfur samdi Gummi fjögur lög á plötunni en þrjú lög voru samin með Guðmundi Gunnlaugssyni. „Við fengum líka Mike Pollock, gamla hetju úr Utangarðsmönnum og fleiri sveitum, til að semja fyrir okkur texta og syngja í laginu Lost and Found, sem var mjög gaman,“ segir Gummi. „Það eru fleiri gestir á plötunni, Sigurður Sigurðsson á munnhörpu og Jens Hansson, minn gamli stríðsfélagi úr Sálinni, leikur á saxófón, en við tveir berum hitann og þungann af þessu. Það er eitt lag komið út, Touching the Void, sem hefur fengið ágætar viðtökur,“ segir Gummi. „Á útgáfutónleikunum á Hard Rock í kvöld spilum við alla plötuna með gestunum okkar og tökum einhver fleiri lög líka. Það er hægt að hlusta á plötuna og kaupa hana á Bandcamp, geisladiskar eru að detta í plötubúðir og við erum líka á Spotify.“Það eru bara tveir meðlimir í GG blús, sem býr til skemmtilegar áskoranir þegar kemur að útsetningum.Fara aftur í hráleikann „Blúsrokkið er margtroðin slóð, en mér fannst skemmtilegur vinkill að vera bara tveir. Auðvitað eru þekktir dúettar eins og The White Stripes, The Black Keys og Royal Blood mikill innblástur og hafa gert þessu formi góð skil,“ segir Gummi. „Við vildum líka fara í þennan hráleika sem einkenndi byrjun rokksins. Ég fór mikið að spá í þetta eftir að hafa farið í skemmtilega ferð á slóðir blússins í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Þá fór ég að velta fyrir mér hvar þetta byrjaði allt. Ég fór meðal annars í Sun Studio í Memphis, þar sem Elvis Presley og Johnny Cash tóku upp og í Third Man Records í Nashville, sem eru aðalstöðvar Jack White, sem er mikill forvígismaður þessa stíls að taka gamla blúsminnið og gera eitthvað skemmtilegt með það,“ segir Gummi. „Maður er vakandi fyrir hefðinni en um leið opinn fyrir nútímaáhrifum. Ég bý til bassasánd í gegnum gítarfetil, sem er nýr vinkill á spilamennskuna og það er mjög krefjandi að útsetja þannig að músíkin gangi upp en við höfum endalaust gaman af því að pæla og semja og erum æfingaglaðir með afbrigðum,“ segir Gummi. „Þetta er kannski ekki strangt til tekið blús, það er rokk og progg, popp og rokkabillý í þessu og það ægir öllu saman. Við leyfum okkur að fara út og suður. Fólk verður bara að hlusta og tékka á þessu. Ég er bara sáttur við útkomuna og vinnuferlið var mjög skemmtilegt, svo kemur bara í ljós hvort einhver hafi gaman af þessu hjá okkur,“ segir Gummi kíminn. „Það er bara bónus.“Vonlaust að eltast við það sem er vinsælt Gummi býst ekki við að gefa út fleiri sólóplötur. „Ég gaf út þríleik hér um árið, Japl, Jaml og Fuður, í miklu bjartsýniskasti og þar með er það komið út úr kerfinu. En maður veit aldrei, það stóð ekki til að gera neitt með GG blús en alltaf ef ég dett niður á eitthvað skemmtilegt og skapandi fer maður af stað,“ segir hann. „Rokktónlist er kannski ekki mjög vinsæl um þessar mundir, en maður pælir lítið í því. Það er vonlaus afstaða að spá í hvað sé inni á hverjum tíma, því þá er maður alltaf á eftir. Maður þarf að finna hvað hjartað segir og elta það. Það hefur alltaf verið útgangspunkturinn.“Guðmundur segir að sveitir eins og The White Stripes, The Black Keys og Royal Blood hafi veitt GG Blús innblástur.MYND/AÐSENDÞað besta kemur oft upp úr þurru Síðustu þrjú árin hefur Gummi starfað sem tækniteiknari hjá arkitektastofunni Arkís. „Ég lærði fagið í sjaldgæfu skynsemiskasti skömmu eftir aldamót og er að njóta góðs af því núna,“ segir Gummi. „Svo er ég bara fjölskyldumaður. Ég bý á Álftanesi og á fjóra stráka, tvo stjúpstráka og tvo sem ég bjó til með yndislegri konu, en þeir eru níu og tveggja ára. Það fer mikill tími í að sinna þeim, sem er auðvitað bæði yndislegt og gefandi. Ef ég á einhvern aukatíma þá fer hann í músíkina. Hún er alveg meira en nóg fyrir mig og stundum einum of. Kollegi minn sagði einu sinni við mig að ég tæki tónlistina alltof alvarlega,“ segir Gummi. „Mér fannst það skrýtin ummæli þá en ég skil þau betur núna. Ég get verið heltekinn og gleymt öllu öðru ef ég spenntur fyrir einhverju. Þess á milli hef ég mjög gaman af því að spá í kvikmyndir og kvikmyndatónlist og það hefur ágerst,“ segir Gummi. „Mér finnst alltaf best að slaka á með því að fara í bíó. Það er gott að sitja í myrkrinu og horfa á góða sögu. Ég gæti vel hugsað mér að gera kvikmyndatónlist einn daginn. Það er ein af þessum endalausu hugmyndum sem eru á sveimi í hausnum á mér, svo kemur það bara í ljós hvort það komist í verk en ég er alltaf opinn fyrir öllu,“ segir Gummi. „Ég hef stundum staðið sjálfan mig að því í gegnum tíðina að vera of einstrengingslegur en maður er að reyna að breyta því í seinni tíð. Það besta kemur oftast upp úr þurru og þá ber að fara í humátt á eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson er best þekktur sem gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns, en hann hefur komið víða við á ferlinum, leikið með ólíkum sveitum og gefið út þrjár sólóplötur. Nú þegar Sálin er hætt fer mestallur tími Guðmundar í vinnuna og að sjá um fjölskylduna, en hann er langt í frá hættur í tónlistinni og telur að hann geti það líklega aldrei. Um þessar mundir er hann að gefa út plötu með sveitinni GG blús og þeir halda útgáfutónleika á Hard Rock í kvöld. Guðmundur segir að Sálin hafi ákveðið að kalla þetta gott á síðasta ári. „Okkur fannst vera komið nóg. Við áttum 30 ára afmæli í fyrra og okkur fannst það ágætis endapunktur á farsælu samstarfi,“ segir Gummi. „Ég á auðvitað eftir að sakna sveitarinnar, meira en helmingurinn af ævinni fór í hana, maður hefur verið vakinn og sofinn yfir þessu og það hefur gengið vel. En sumir hlutir taka bara enda. Við erum eins og og bræður og það situr ekkert eftir nema góðar minningar, fyrir utan auðvitað tónlistina sjálfa. Við erum allir fjölskyldumenn og flestir okkar eru að vinna „heiðarlega vinnu“, eins og maður segir, þannig að það tók engin tilvistarkreppa við,“ segir Gummi. „Þetta gerðist líka á nokkrum árum og kom ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vita hvort Sálin komi einhvern tímann saman aftur. „Maður á aldrei að segja aldrei, en það er ekkert áætlað.“Hugmyndir á færibandi En Gummi hætti ekki að spá í músík. „Núna er ég kominn á fullt með GG blús. Eins og gamla klisjan segir, þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Maður fær hugmyndir og finnur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir hann. Gummi hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina og gaf líka út sólóplöturnar Japl, Jaml og Fuður. Nýlega hefur hann spilað með þungarokkssveitinni Nykri en hann hefur einnig leikið með kántrísveitinni Vestanáttinni og nýbylgjusveitinni Trúboðunum, svo fátt eitt sé nefnt. Hann segist aldrei geta bara slakað á. „Ég er alltaf að gera tónlist,“ segir hann. „Hugmyndirnar koma á færibandi og það ber að sinna þeim.“Tveggja manna sveit varð til einn daginn Nýja sveitin, GG blús, er tveggja manna sveit, skipuð Gumma og Guðmundi Gunnlaugssyni. „Sveitin varð bara til upp úr þurru einn daginn árið 2017 þegar við vinirnir höfðum verið að hittast og djamma saman á hljóðfærin,“ segir Gummi. „Það var svo gaman að við ákváðum að reyna að komast upp með að vera bara tveir, gítar, trommur og söngur. Við erum að fara aftur í rætur rokksins og spilum blúsrokk. Við höfum báðir verið duglegir bakraddasöngvarar í gegnum tíðina, en núna syngjum við með okkar nefi,“ segir Gummi. „Fyrst spiluðum við ábreiður á knæpum bæjarins en fljótlega kom sú hugmynd að semja eitthvað fyrir sveitina og þá settum við saman plötu sem er að koma út þessa dagana og heitir Punch. Á plötunni eru sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður.“ Sjálfur samdi Gummi fjögur lög á plötunni en þrjú lög voru samin með Guðmundi Gunnlaugssyni. „Við fengum líka Mike Pollock, gamla hetju úr Utangarðsmönnum og fleiri sveitum, til að semja fyrir okkur texta og syngja í laginu Lost and Found, sem var mjög gaman,“ segir Gummi. „Það eru fleiri gestir á plötunni, Sigurður Sigurðsson á munnhörpu og Jens Hansson, minn gamli stríðsfélagi úr Sálinni, leikur á saxófón, en við tveir berum hitann og þungann af þessu. Það er eitt lag komið út, Touching the Void, sem hefur fengið ágætar viðtökur,“ segir Gummi. „Á útgáfutónleikunum á Hard Rock í kvöld spilum við alla plötuna með gestunum okkar og tökum einhver fleiri lög líka. Það er hægt að hlusta á plötuna og kaupa hana á Bandcamp, geisladiskar eru að detta í plötubúðir og við erum líka á Spotify.“Það eru bara tveir meðlimir í GG blús, sem býr til skemmtilegar áskoranir þegar kemur að útsetningum.Fara aftur í hráleikann „Blúsrokkið er margtroðin slóð, en mér fannst skemmtilegur vinkill að vera bara tveir. Auðvitað eru þekktir dúettar eins og The White Stripes, The Black Keys og Royal Blood mikill innblástur og hafa gert þessu formi góð skil,“ segir Gummi. „Við vildum líka fara í þennan hráleika sem einkenndi byrjun rokksins. Ég fór mikið að spá í þetta eftir að hafa farið í skemmtilega ferð á slóðir blússins í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Þá fór ég að velta fyrir mér hvar þetta byrjaði allt. Ég fór meðal annars í Sun Studio í Memphis, þar sem Elvis Presley og Johnny Cash tóku upp og í Third Man Records í Nashville, sem eru aðalstöðvar Jack White, sem er mikill forvígismaður þessa stíls að taka gamla blúsminnið og gera eitthvað skemmtilegt með það,“ segir Gummi. „Maður er vakandi fyrir hefðinni en um leið opinn fyrir nútímaáhrifum. Ég bý til bassasánd í gegnum gítarfetil, sem er nýr vinkill á spilamennskuna og það er mjög krefjandi að útsetja þannig að músíkin gangi upp en við höfum endalaust gaman af því að pæla og semja og erum æfingaglaðir með afbrigðum,“ segir Gummi. „Þetta er kannski ekki strangt til tekið blús, það er rokk og progg, popp og rokkabillý í þessu og það ægir öllu saman. Við leyfum okkur að fara út og suður. Fólk verður bara að hlusta og tékka á þessu. Ég er bara sáttur við útkomuna og vinnuferlið var mjög skemmtilegt, svo kemur bara í ljós hvort einhver hafi gaman af þessu hjá okkur,“ segir Gummi kíminn. „Það er bara bónus.“Vonlaust að eltast við það sem er vinsælt Gummi býst ekki við að gefa út fleiri sólóplötur. „Ég gaf út þríleik hér um árið, Japl, Jaml og Fuður, í miklu bjartsýniskasti og þar með er það komið út úr kerfinu. En maður veit aldrei, það stóð ekki til að gera neitt með GG blús en alltaf ef ég dett niður á eitthvað skemmtilegt og skapandi fer maður af stað,“ segir hann. „Rokktónlist er kannski ekki mjög vinsæl um þessar mundir, en maður pælir lítið í því. Það er vonlaus afstaða að spá í hvað sé inni á hverjum tíma, því þá er maður alltaf á eftir. Maður þarf að finna hvað hjartað segir og elta það. Það hefur alltaf verið útgangspunkturinn.“Guðmundur segir að sveitir eins og The White Stripes, The Black Keys og Royal Blood hafi veitt GG Blús innblástur.MYND/AÐSENDÞað besta kemur oft upp úr þurru Síðustu þrjú árin hefur Gummi starfað sem tækniteiknari hjá arkitektastofunni Arkís. „Ég lærði fagið í sjaldgæfu skynsemiskasti skömmu eftir aldamót og er að njóta góðs af því núna,“ segir Gummi. „Svo er ég bara fjölskyldumaður. Ég bý á Álftanesi og á fjóra stráka, tvo stjúpstráka og tvo sem ég bjó til með yndislegri konu, en þeir eru níu og tveggja ára. Það fer mikill tími í að sinna þeim, sem er auðvitað bæði yndislegt og gefandi. Ef ég á einhvern aukatíma þá fer hann í músíkina. Hún er alveg meira en nóg fyrir mig og stundum einum of. Kollegi minn sagði einu sinni við mig að ég tæki tónlistina alltof alvarlega,“ segir Gummi. „Mér fannst það skrýtin ummæli þá en ég skil þau betur núna. Ég get verið heltekinn og gleymt öllu öðru ef ég spenntur fyrir einhverju. Þess á milli hef ég mjög gaman af því að spá í kvikmyndir og kvikmyndatónlist og það hefur ágerst,“ segir Gummi. „Mér finnst alltaf best að slaka á með því að fara í bíó. Það er gott að sitja í myrkrinu og horfa á góða sögu. Ég gæti vel hugsað mér að gera kvikmyndatónlist einn daginn. Það er ein af þessum endalausu hugmyndum sem eru á sveimi í hausnum á mér, svo kemur það bara í ljós hvort það komist í verk en ég er alltaf opinn fyrir öllu,“ segir Gummi. „Ég hef stundum staðið sjálfan mig að því í gegnum tíðina að vera of einstrengingslegur en maður er að reyna að breyta því í seinni tíð. Það besta kemur oftast upp úr þurru og þá ber að fara í humátt á eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira