Áhrif hlýnunar á minjar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Guðmundur er ánægður á heimaslóðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann er að byggja hús á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. „Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira