Stórlaxarnir í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2019 09:59 Þorlákur með 98 sm lax úr Grímsá í gær Mynd: KL Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar. Mest lesið Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Veitt og sleppt í Elliðaánum 2020 Veiði Nýtt Sportveiðiblað Veiði Hvað er að gerast í ánni Dee? Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði
Haustið er klárlega tíminn fyrir stórlaxa og það er reglulega gaman að fá fréttir af slíkum höfðingjum á þessum árstíma. Við erum búin að fá fréttir af nokkrum slíkum í þessari viku og þessir fjórir sem við rétt nefnum eru engan veginn tæmandi listi af 90 sm og stærri löxum sem veiddust í vikunni. Enn síður tekur það því að nefna laxa sem eru 80 sm og stærri því þar er af nægu að taka og þá sérstaklega vert að nefna síðasta kvennaholl í Langá sem landaði fjórum löxum yfir 80 sm en fyrsti stórlaxinn sem er á stuttum lista yfir stórlaxa vikunnar veiddist þar í gærkvöldi og það í veiðistað sem geymir iðulega nokkra stóra en það er Stórhólakvörn og þar kom upp 90 sm lax í gær. Axel Björn Clausen veiddi 104 sm lax í Víðidalsá og er það stærsti lax sumarsins á þeim bæ. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson tók á sama degi 104 sm lax í Laxá í Nesi en þar hafa margir stórlaxarnir veiðst í sumar eins og endranær. Síðan var 98 sm laxi landað í Oddstaðafljóti í Grímsá á seinni vaktinni í gær og eftir því sem við best vitum er það stærsti laxinn úr Grímsá í sumar.
Mest lesið Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Veitt og sleppt í Elliðaánum 2020 Veiði Nýtt Sportveiðiblað Veiði Hvað er að gerast í ánni Dee? Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði