Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2019 18:58 Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence. Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence.
Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20