Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2019 15:14 Sigtryggur Ari þorði ekki að fara með byssur sínar út í bíl vegna lífvarða Pence og þurfti því að fresta för sinni austur á land. fbl/Sigtryggur Ari „Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn. Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
„Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn.
Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00