Algjörar „fríkaðstæður“ í hættulegri Laxá í Kjós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2019 14:40 Svavar sýpur á kaffi við borð sem vanalega er á þurru landi. Ekki þessa dagana. „Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson
Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira