Dulin djásn Drangavíkur Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 19. september 2019 09:00 Útsýni til Drangaskarða er hvergi fallegra en úr Drangavík en fjaran er einnig spennandi. Mynd/TG Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi. Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi.
Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira