Nýtt loftslagsráð tekið til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 16:25 Frá fundi ráðsins í gær. Mynd/Stjórnarráðið Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem loftslagsráð er skipað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á lögum um loftslagsmál í vor er loftslagsráð lögfest og tiltekið að í ráðinu skuli eiga sæti fulltrúar frá tilteknum aðilum en að auki er gert ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi heimild til að skipa fulltrúa annarra, sem þörf er talin á að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Sem fyrr er formaður ráðsins Halldór Þorgeirsson, fyrrverandi yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður og skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra. Í ráðinu eiga að auki sæti:Sigurður Thorlacius, fulltrúi ungs fólks, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra,Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands,Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,Jóhanna Harpa Árnadóttir, stjórnarmaður, tilnefnd af Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð,Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,Steingrímur Jónsson, prófessor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, tilnefndur af Neytendasamtökunum,Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri, tilnefndur af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, tilnefndur sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Ragnhildur Freysteinsdóttir frá Skógræktarfélagi Íslands, tilnefnd sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands. Loftslagsráði er m.a. ætlað að veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá hefur það einnig það hlutverk að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál; hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga; og rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem loftslagsráð er skipað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á lögum um loftslagsmál í vor er loftslagsráð lögfest og tiltekið að í ráðinu skuli eiga sæti fulltrúar frá tilteknum aðilum en að auki er gert ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi heimild til að skipa fulltrúa annarra, sem þörf er talin á að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Sem fyrr er formaður ráðsins Halldór Þorgeirsson, fyrrverandi yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður og skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra. Í ráðinu eiga að auki sæti:Sigurður Thorlacius, fulltrúi ungs fólks, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra,Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands,Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,Jóhanna Harpa Árnadóttir, stjórnarmaður, tilnefnd af Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð,Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,Steingrímur Jónsson, prófessor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, tilnefndur af Neytendasamtökunum,Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri, tilnefndur af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, tilnefndur sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Ragnhildur Freysteinsdóttir frá Skógræktarfélagi Íslands, tilnefnd sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands. Loftslagsráði er m.a. ætlað að veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá hefur það einnig það hlutverk að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál; hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga; og rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira