Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.
Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.
Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í Mósambík
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.