Lífið

Þórunn Erna og Olgeir eiga von á barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Von er á barni í heiminn í byrjun árins 2020.
Von er á barni í heiminn í byrjun árins 2020. Mynd / Úr einkasafni
Leikkonan, söngkonan og lagasmiðurinn Þórunn Erna Clausen og Olgeir Sigurgeirsson eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Þetta kemur fram á Fréttablaðið.is. Parið hefur verið í ástarsambandi í um eitt ár en Þórunn helst þekkt fyrir leik og söng hér á landi undanfarin ár.

Hún samdi til að mynda sigurlagið í Söngvakeppninni árið 2018 og fór með lagið Our Choice í Eurovision-keppnina sama ár. Árið 2011 fór Þórunn í Eurovision með lagið Aftur heim með Vinum Sjonna en fyrrverandi eiginmaður hennar Sigurjón Brink lést skyndilega árið snemma árs 2011. Saman áttu þau tvö börn og Sigurjón tvö börn úr fyrra sambandi.

Olgeir Sigurgeirsson var farsæll knattspyrnumaður með Breiðablik og starfar nú sem þjálfari 2. flokks hjá félaginu.

Þau eiga von á barni í byrjun næsta árs.

Söngkonan birti í gær myndband af sér syngja einn af frægustu slögurum Janice Joplin, Piece of my heart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×