Uppnám í Garðabæ eftir að börn grýttu önd til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 00:08 Hanna birtir myndina af öndinni og biður Garðbæinga að ræða við börnin sín. Dýraspítalinn Garðabæ Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“ Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“
Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira