Uppnám í Garðabæ eftir að börn grýttu önd til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 00:08 Hanna birtir myndina af öndinni og biður Garðbæinga að ræða við börnin sín. Dýraspítalinn Garðabæ Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“ Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir að rétt fyrir lokun spítalans í dag hafi verið komið með fugl sem hafði verið grýttur nánast til dauða. Hanna greinir frá þessu í Facebook-hópi Garðbæinga. Hún brýnir fyrir foreldrum að ræða við börn sín og hvetur til þess að umræða verði tekin upp í skólum landsins eftir tíðindi af hrekkjum í sveitarfélaginu þar sem gjarðir séu losaðar af hjólum. Hanna segir að starfsfólk dýraspítalans hafði ekki haft neina aðra kosti í stöðunni en að aflífa fuglinn, eða stytta dauðastríðið eins og hún kemst að orði í skilaboðum til granna sinna í Garðabæ. Um hafi verið að ræða önd sem var vængbrotin og með sár eftir meðferðina.„Kona hafði stoppað börn af við verknaðinn við Sjálandsskóla,“ segir Hanna. Hjólahrekkir„Svo heyrir maður af því að verið sé að losa gjarðir á hjólum með það í huga að hrekkja og slasa og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari einhverja barna í bænum.“ Vísar Hanna til frásagnar foreldra í Garðabæ, sem birst hafa bæði í fjölmiðlum og fyrrnefndum Facebook-hópi bæjarins, þar sem dekk hafa fallið skyndilega undan reiðhjólum og grunur á að þau hafi verið losuð.„Sterk tenging er milli ofbeldis gagnvart dýrum og þróun yfir í ofbeldi gagnvart fólki. Takið börnin tal, held að skólarnir ættu að taka upp umræðu um samkennd í skólum líkt og Danir eru að gera í skólum þarlendis.“ Nauðsynlegt að grípa inn íÓhætt er að segja að margir lýsi yfir áhyggjum af ástandinu en aðrir eru hreinlega orðlausir.„Þetta er óskaplegt að heyra. Það er erfitt að útskýra eða afsaka svona framferði sem kjánaskap eða óvitaskap,“ segir fjölmiðlakonan og Garðbæingurinn Ragnheiður Elín Clausen.Hrönn Stefánsdóttir, hjúkunarfræðingur á neyðarmóttöku, er sömuleiðis áhyggjufull.„Vá það þarf að grípa þarna inní. Mikil tenging þarna á milli.... er ekki hægt að finna út hver þau eru/voru til að það sé hægt að hjálpa þeim.“
Börn og uppeldi Dýr Garðabær Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira