Fyrsta stiklan: Óvænt atburðarás og augnablik sem stækka hjartað Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 13:30 Búast má við mikilli dramatík í þessari þáttaröð. Stöð 2 „Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira