Heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í svokallaðri Milljónaveltu í septemberútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá happdrættinu. Dregið var í gærkvöldi.
Í tilkynningu segir jafnframt að útdrátturinn hafi reynst mörgum happadrjúgur. Einn miðaeigandi fékk hæsta vinning í aðalútdrætti, 5 milljónir króna. Viðkomandi er hins vegar sagður eiga „tvöfaldan miða“ og fær því 10 milljónir í sinn hlut.
Tveir miðaeigendur voru auk þess með sama númer og fær hvor um sig 5 milljónir króna í vinning. Þá fékk svokallaður trompmiðaeigandi 500 þúsund króna vinning á fimmfaldan miða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut.
Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir með sér rúmum 177 milljónum króna.
Vann 50 milljónir í Happdrætti Háskólans
Kristín Ólafsdóttir skrifar
