Innlent

Mikill eldur í sumarbústað í Hvassahrauni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EINAR
Uppfært 19:15

Slökkvistarf stendur enn yfir í sumarbústaðnum sem kviknaði í í Hvassahrauni seinni partinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er erfitt að slökkva eldinn og mun bústaðurinn vera illa farinn.

Gífurlegt álag er nú á starfsmönnum BS og eru allir fjórir sjúkrabílar umdæmisins í notkun við sjúkraflutninga. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri segir það sjaldgæft að allir bílarnir séu í notkun á sama tíma.

Upprunalega fréttin

Mikill eldur logar nú í sumarbústað í Hvassahrauni í Vogum. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja eru komnir á vettvang, alls sex menn á einum slökkvibíl.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×