Víglínan á Stöð 2 er í dag helguð samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar verða gestir Þóris Guðmundssonar, sem stýrir Víglínunni í fjarveru Heimis Más Péturssonar. Þau skrifuðu undir nýgert samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra og öðrum bæjarstjórum á svæðinu.
Þá ræðir Þórir við Lilju Guðrúnu Karlsdóttur samgöngufræðing, sem vinnur að borgarlínuverkefninu og hefur starfað sem ráðgjafi um umferðarmál í áraraðir. Að lokum segir Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna álit sitt á fyrirhuguðum samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu.
Þátturinn hefst klukkan 17:40.

