Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 16:29 Sigmundi þykir óviðeigandi að Greta Thunberg sé í forsvari fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21