Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 18:30 Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54