Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 18:30 Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54