Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 17:54 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. Vísir/Stefán Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira