Flest herbergin á Hótel Örk eru annaðhvort ný eða nýlega endurnýjuð. Sundlaugin hefur alltaf aðdráttarafl enda er fátt betra en að mýkja vöðvana í gufubaði eða láta líða úr sér í heitum potti. Á jólahlaðborðinu er matseðilinn settur saman þannig að fólk fær tækifæri til að bragða á öllu en úrvalið er samt ríkulegt. Og talandi um matseðilinn. Oft vill það nú vera þannig að forréttirnir eru sérstaklega vinsælir enda eru gestirnir auðvitað svengstir fyrst og er matseðillinn auðvitað alveg sérstaklega girnilegur. En hvað skyldi nú vera vinsælast á forréttaborðinu? Gefum yfirkokkinum orðið:
„Já, það fer náttúrlega alltaf mikið af síldinni hjá okkur, við erum með þrjá rétti þar sem síld kemur við sögu. En það sem hefur notið mikilla vinsælda í forréttum hjá okkur er tvímælalaust villibráðarsalatið. Enda er bæði gæsabringa og hreindýrakjöt í því ásamt fleiru ómótstæðilegu góðgæti. Þeir sem koma ár eftir ár hafa oft orð á því að þeir hlakki strax til að koma á jólahlaðborðið okkar að ári – ekki síst til að fá villibráðarsalatið sem er einn vinsælasti forrétturinn okkar.“
Og nú langar okkur til gefa lesanda tækifæri til að koma á jólahlaðborðið okkar með því að taka þátt í smáleik. Leikurinn snýst einmitt um forréttina á jólahlaðborðinu hér á Hótel Örk og þeir sem hafa hug á að prófa ættu að skoða matseðilinn fyrir jólahlaðborðið á vefsíðu hótelsins – það ætti að auðvelda viðkomandi að leysa þrautina í leiknum.